Heimilisritið - 01.09.1951, Page 45
Leyndardómur skuggans
Dag nokkurn, fyrir mörgum árum,
stóð lítil tclpa grátandi fyrir utan forn-
gripaverzlun í New York. Gamli, góð-
hjartaði fornsalinn spurði telpuna, hvað
amaði að henni. Hún kvaðst hafa spar-
að saman aura til þess að kaupa brúðu-
hús, sem var til sýnis í búðarglugga
hans, en nú hefði hún týnt peningun-
um.
Til þess að hugga hana gaf gamli
kaupmaðurinn henni mynd af minnis-
varða. „Þetta vísar á grafinn fjársjóð,"
sagði hann barninu. „Ég veit ekki hvað-
an myndin er, en þessi ítalska áletrun
á henni þýðir: „Þann i. maí kl. 6 f. h.
cr efsti hluti minn gull.“
Telpan óx upp og giftist. Hún fór
með manni sínum í brúðkaupsferð til
Egyptalands, og þar urðu þau m. a.
mjög hrifin af fornri kveðju, sem sum-
ir hinna innfæddu notuðu. Hún var á
Framh. af bls. 42.
finnið lamaðan mann bundinn
og keflaðan þarna úti. Hugsið
ykkur, ég var nærri búinn að
láta gabbast vegna leikni hans
við matreiðsluna. — en honum
mistókst að leika sig lamaðan!
Hann sagði, að hann hefði ekki
getað gengið í fleiri ár — en
það var stórt gat á hælnum á
öðrum sokknum hans.“
ENDIR
þessa leið: „Megi skuggi þinn aldrei
minnka."
Á heimleiðinni komu þau til Ítalíu
og skoðuðu klaustur Benedictine-munk-
anna í Monte Cassino. Er þau nálguðust
klaustrið, kallaði unga frúin allt í cinu
upp yfir sig: „Nei, þarna er minnis-
merkið mjtt.“ Svo skýrði hún manni
sínum frá myndinni og leiðarvísinum
á henni.
„Þetta er skrítið,“ sagði hann.
„Veiztu, að það er 1. maí á morgun?"
Seinna um daginn, þegar þau voru að
borða og lyftu glösum, greip þau bæði
sama hugsun. „Megj skuggi þinn aldrei
minnka.“ Skuggi . .. fjársjóður . . . efsti
hluti minnismerkisins ... 1. maí kl. 6
f. h. . . . Allt kom heim.
I býtið næsta morgun gengu hjónin
aftur upp að klaustrinu og höfðu skóflu
meðferðis. Klukkan 6 tók maðurinn að
grafa þar sem skugginn af efsta hluta
minnismerkisins féll á jörðina. Von bráð-
ar hafði hann grafið upp þrjár kistur
fullar af dýrgripum.
Hjónin skýrðu munkunum þegar í
stað frá öllum málavöxtum. Munkarnir
fræddu þau á því, að endur fyrir löngu,
þegar óvinaher var í nánd, hefðu munk-
arnir grafjð dýrgripi sína í jörð. Seinna,
þegar friður komst aftur á, vissi enginn,
hvað orðið hafði af fjársjóðnum né vís-
bendingu um, hvar hann væri fólginn.
En vegna þess að myndin hafði flutzt
til New York, og vegna þess að lítil
telpa hafði eitt sinn- grátið fyrir utan
forngripaverzlun, fundu ung, amerísk
hjón ómetanlega dýrgripi í Monte Cas-
sino árið 1887. (B. I. Cormelly ■—
ÍÍEIMILISBITIÐ
43