Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 51

Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 51
„Já, en skilurðu ekki, að ég ætla einungis að hjálpa þér,“ sagði Donald örvæntingarfull- ur. Og svo mundi hann allt í einu eftir nokkru, sem mamma hans hafði sagt honum um mann, sem hafði bjargað dýri úr gildru. Hann fór úr storm- jakkanum sínum, og svo kraup hann á keðjunni og fleygði jakkanum yfir dýrið. Hann skreið nær og hélt um jakkann með báðum höndum, svo dýrið skyldi ekki brjótast út undan honum. Hann fann að dýrið brauzt um og beit og reif fóðr- ið í tætlur, en jakkinn var úr skinni og á því vann það ekki. Donald reyndi að halda dýrinu kyrru. Snjórinn varð rauður af blóði, og honum lá við að ör- vænta. Og svo svipti hann horni af jakkanum frá, svo að hann gæti séð gildruna og fótinn á dýrinu. Hann reyndi að losa tengurnar með annarri hendinni, og í sama bili heyrði hann rödd segja: „Má ég spyrja, hvað þetta á að þýða?“ Donald leit upp og sá Jim líta niður yfir sig. „Hvað ertu að gera?“ spurði Jim reiðilega. Donald varð að kingja tvisv- ar, áður en hann gæti komið upp nokkru orði. HEIMILISRITIÐ „Ég er að losa bísamrottuna.“ „Ekki að tala um,“ sagði Jim og greip um handlegginn á hon- um og reisti hann á fætur. „Þetta skinn er mikils virði.“ Hann fleygði frá sér gildr- unni, sem hann hélt á, og tók um stormjakka Donalds. Þegar bísamrottan tók á rás niður að vatninu, sté hann á keðjuna og stöðvaði hana. „Hvað ætlarðu að gera?“ spurði Donald og horfði kvíð- inn á bróður sinn. „Ef maður skýtur þær eða slær þær í rot með barefli, skemmir maður skinnið,“ út- skýrði hann. „Bezt er að drekkja þeim.“ „Ó, nei!“ sagði Donald með andköfum. „Það tekur aðeins andartak,“ sagði Jim og yppti öxlum. „Maður venst því, þegar mað- ur hefur gert það nokkrum sinnum." „Ó, þú mátt það ekki!“ sagði Donald biðjandi, og bætti við í örvæntingu sinni: „Ef mamma væri hér, myndir þú ekki gera það: Þú myndir ekki voga þér ...!“ Hann starði skelfdur á Jim, sem gekk niður að vatninu og hélt dýrinu í kafi með lurk. Hann sá leðjuna gruggast upp og stórar bólur stíga upp á yf- irborðið — allt vottur um ör- 49

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.