Heimilisritið - 01.09.1951, Qupperneq 54
Eyja ástarinnar
Heillandi róman eítir JUANITA SAVAGE
Nýir lesendur geta byrjað hér:
Joan Allison er ung og auðug heims-
dama, sem hefur gaman af að gera
karlmenn ástfangna og snúa svo við
þeim bakinu. Þannig kemur hún einn-
ig fram við Hilary Sterling. Þetta end-
urtekur sig aftur, þegar hún hittir hann
næst, suður í Kyrrahafi, en þá tekst hon-
um að nema hana á brott, til eyjarinn-
ar Muava, þar sem hann hefur bæki-
stöð. Hann lætur svartan töframann gefa
þau saman gegn vilja hennar og tekst
að vekja ást hennar, en henni finnst
framkoma hans svo auðmýkjandi og
særandi að hún flýr. Hún lendir í klóm
glæpamannanna Doyle og Howes, og
meðan Howes fer að semja um lausnar-
gjald við Hilary, gerist Doyle nærgöng-
ull við hana. En á síðustu stundu bjarg-
ar Hilary henni og fer með hana til
bækistöðva sinna. Rena, svarta þjúnustu-
stúlkan hennar, tekur þar á múti henni.
Þegar hún hafði baðað sig og þurrkað
sér, og Rena hafði nuddað útlimi henn-
ar, sem allir vom aumir, og borið smyrsl
á skrámurnar og eymslastaði, leið Joan
miklu bemr. Múkið, sem hún hafði
verið í, virtist hverfa, svo hún fúr að
geta hugsað skýrt.
„Húsbúndinn segja, ég ekki tala mik-
ið við þig,“ sagði Rena, þegar Joan
túk að spyrja hana um hitt og þetta.
„Þú hátta nú og sofa mikið.“
Joan langaði að spyrja hana margs og
var hálf múðguð yfir því, að innfædd
stúlka skyldi skipa sér í rúmið. Eigi að
síður hlýddi hún og gekk þegjandi til
sængur. Hún hafði líka varla lagzt fyr-
ir, er hún' sofnaði værum, draumlaus-
um svefni.
Hitabeltissúlin var enn á lofti, þegar
hún vaknaði, svo hún hélt að hún hefði
aðeins sofið nokkra klukkutíma. En sér
til undrunar uppgötvaði hún, að hún
hafði sofið nærri súlarhring, alveg eins
og þegar Hilary hafði flutt hana til
Muava og hún hafði sofið tuttugu og
eina klukkustund. Auk þess fann hún,
að hún var svöng og borðaði því með
beztu lyst kexið og teið, sem Rena
færði henni.
52
HEIMILISRITIÐ