Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 55

Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 55
Það hafði vcrið viðbjóðsleg tilhugsun fyrir Joan að snúa aftur til Ulava og Hilary Stcrlings, en samt gat hún ekki neitað því, að hús Hilarys var sannköll- uð friðarhöfn eftir allt, sem hún hafði orðið að þola. Hún fann að hún átti hægara með að sætta sig við ástandið eins og það nú var, eða réttara sagt: hún hafði nú minni tilhneigingu til að berjast á móti forlögum sínum cn áð- ur. Hún snyrti sig í ró og næði með talsverðri velþóknun og færði sig í silkiskyrtu og ný, hvít léreftsföt, sem Rena hafði lagt fram. „Líður húsbónda þínum betur?“ spurði Joan. „Hann sitja hérna úti,“ svaraði unga stúlkan og benti á gluggann, sem sneri út að svölunum. Joan sá, að Hilary lá þar í bambusstól, reykti pípu sína og var auðsjáanlega niðursokkinn í hugs- anir sínar. Joan var í dálítilH óvissu um, hvernig hún ætti að koma fram gagnvart Hil- ary nú orðið, og hún var bæði kvíðafull og vandræðaleg, er hún gekk litlu síðar út á svalirnar. Hilary sneri sér við og horfði á hana. ;,Góðan daginn," sagði hann blátt áfram og án þess að brosa. „Ég vona að þú hafir jafnað þig dálítið við þenn- an langa svefn.“ „Já, mér líður miklu betur,“ svaraði Joan í sama tón. „Ég vona að sárið á baki þínu sé ekki alvarlegt." „Nei,“ svaraði Hilary. „Ég verð að hryggja þig méð því, að það er mein- laust. Mér þykir leitt, að þú skulir verða fyrir þessum vonbrigðum." Joan vissi ekki, hvernig hún ætti að svara þessu, svo að hún lét sér nægja að yppta öxlurn. „Ég myndi gjarnan þiggja sígarettu,“ sagði hún eftir alllanga þögn. „Það cr heil cilífð síðan ég hef reykt.“ Án þess að rísa á fætur, rétti Hilary henni sígarettuveskið, sem hún hafði gefið honum forðum, og síðan eldspýtustokk, en leit ekki af henni, óútrciknanlegur á svip. „Ef til vill viltu gera svo vel að scgja mér, hvað þú hefur upplifað?" sagði hann, þegar Joan hafði fengið sér sígar- ettu, kveikt í henni og rétt honum veskið aftur. „Rena hefur sagt mér sumt af því.“ „Hvernig í ósköpunum komst Rena hingað? Ég þóttist viss um að hún hefði verið drepin.“ „Eftir því að dæma, sem hún hefur sagt mér, flúði hún jafnskjótt og hún sá að þú varst umkringd af villimönn- unum. Hún faldi sig í runna, þangað til þú' hafðir verið borin burtu, og ég geri ráð fyrir að eðlishvöt hennar hafi gert henni fært að rata gegnum frum- skóginn til strandar. Þar hitti hún ætt- ingja sinn, sem var á bát sínum skammt frá. Hún synti út í bátinn og frænd- inn flutti hana hingað. Svo sagði hún mér hvað gerzt hafði." „Já, en hún gat ekki vitað það,“ svar- aði Joan. „Ég á við, að hún vissi ekki annað en að ég hefði verið tekin hönd- um. En hvernig fannstu út, að ég væri í húsi svarta Doyles? Gaztu þér þess til?“ „Nú, það var nú ekki eingöngu get- gáta,“ svaraði Hilary. „Undir eins og Rena hafði sagt mér, að villimennirnir hefðu tekið þig höndum, lagði ég af stað með Ugi og Kuku og tveim öðr- HEIMILISRITIÐ 53

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.