Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 62
Hilary hafði gefið honum, fylgdu
menn Hilarys honum að ytri mörkum
yfirráðasvæðis Sterhngs og skildu þar
við hann.
Joan og Hilary sátu nú við morgun-
verðarborðið, og enda þótt Kuku hefði
aldrei tekizt betur matargerðin og fram-
reiddi sérstakt lostæti í tilefni af aftur-
komu þeirra, virtist sem þeim Hilary
og Joan smakkaðist ckki maturinn sem
bezt og töluðu varla orð saman. Joan
horfði næstum alltaf á diskinn sinn, en
hún fann vel, að Hilary var alltaf að
líta til hennar.
En í raun og vem naut Joan þessarar
máltíðar, bæði hins prýðilega tilbúna
matar og hins ágæta víns, og hún naut
þess líka hvað þetta var snyrtilega og
látlaust framborið. I huganum gerði hún
samanburð á þeirri snyrtimennsku, sem
var á öllu hér, og fábreytninni sem hún
hafði kynnzt í frumskógavirkinu. Þrátt
fyrir þetta var henni engin gleði í huga
eða ánægja. Hún var enn reið við Hilary
og velti fyrir sér, hvernig hann myndi
koma fram við hana. Aðeins það, að
hann sat þarna þögull og talaði ekkert
við hana, gerði hana crgilega.
Það var fyrst þegar þau höfðu lok-
ið við að borða, og Ugi hafði borið
kaffi og líkjör á borð á svölunum, að
þessi þreytandi þögn var rofin. Hilary
settist á grindverkið og kveikti sér í
sígarettu, en Joan settist í körfustól og
dreypti á kaffinu sínu.
„Hefur þ ér alls ekki komið til hugar,
að ég hafi rétt til að biðja um skýr-
ingu?“ spurði hann rólega. „Morguninn
eftir að þú svo gott sem segist elska
mig, flýrðu út á haf í mótorbát, og
þegar ég finn þig næst, er það í örm-
unum á svarta Doyle, svörnum óvini
mínum og aðal mótstöðumanni hér á
eyjunni."
Brennandi roði breiddist út yfir and-
lit Joan, en hvarf fljótt aftur, og hún
var föl er hún leit upp og mætti rann-
sakandi augnaráði hans.
„Ætlarðu að láta sem þú hafir gleymt
þvf, að þú hæddir mig og móðgaðir
gróflega, þann sama morgun,“ svaraði
hún æst. „Hverskonar skýring er það,
sem þú þykist eiga rétt á? Þarftu aðra
skýringu en þá, að ég vildi komast í
burtu frá þér, og að mér var alveg sama
hvað um mig yrði?“
„Ég vil gjarnan fá skýringu á því,
hversvegna þú varst í faðmlögum við
svarta Doyle, þegar við Ugi fundum
þig!“ sagði Hilary rólega. „Þér þýðir
ekki að segja mér, að þetta hafi verið
gegn vilja þínum, og að þú hafir strit-
azt á móti, því að þú Iagðir báða hand-
leggi um háls honum og hann kyssti
þig. Það virðist sem hin ómettanlega
þörf þín til að gera karlmenn ástfangna
af þér, sé í fullum blóma, meira að
segja lengst itini í frumskóginum, þrátt
fyrir þrumur og eldingar umhverfis og
þrátt fyrir tilraunir mínar til að kenna
þér betri siði, sjálfrar þín vegna."
„Ég lítillækka mig ekki til að gefa
neina skýringu,“ svaraði Joan.
„Það var leiðinlegt, því að ég er
hræddur um að ég verði að krefjast
skýringa!“ hélt Hilary áfram kesknis-
lega. „Þú verður að minnast þess, að þú
ert konan mín. Eiginmaður hefur þó
alltaf nokkurn rétt til að krefjast skýr-
inga, þegar hann finnur konuna sína í
faðmi annars manns, jafnvel hér á Mu-
afa.“ (Frh. i ruesta hefti).
60
HEIMILISRITIÐ