Heimilisritið - 01.11.1951, Page 5

Heimilisritið - 01.11.1951, Page 5
GILS GUÐMUNDSSON skrífar hér fróðlega og skemmtilega grein um Ástir Staðarhóls-Páls ; í byrjun voru kærleikar þeirra Helgu og Páls svo miklir, a3 þau risu ekki úr rekkju fyrstu sex vikurnar eftir brúðkaupið — en „blæjubrumið" fór af... -------------------------------j SAGA SÚ, sem hér verður sögð, hefst fyrir rúmum fjórum öldum, eða um 1550. Meðal námsmanna á Munkaþverár- klaustri í Eyjafirði var þá ung- ur höfðingjasonur, Páll að nafni, sem þegar hafði vakið á sér at- hygli fyrir óvenjulega fjölhæfar gáfur, en þótti á hinn bóginn örlyndur og tannhvass, þegar því var að skipta, svo að fáum þýddi að þreyta við hann orða- sennu. Þótt hann væri vart tví- tugur, var það á kunnugra manna vitorði, að hann var skáldefni gott., en stundum þótti hann beita þeirri gáfu nokkuð gálauslega. Var og ekki laust við að nokkurs ofstopa gætti í fari hans, en það var engan veginn ótítt um höfðingjasonu á þeim tímum, enda mátti vænta þess, að hann stilltist með aldrinum. Faðir þessa upprennandi skálds var Jón Magnússon á Svalbarði, auðugur maður og mikilsvirtur höfðingi, lögfróður mjög, en ekki laus við undir- hyggju. Ivvenhollur hafði hann þótt nokkuð og átt allmargt launbarna. Uona hans, Ragn- heiður, var komin í beinan legg af Lofti ríka. Hét hún Ragnheið- ur Pétursdóttir og var kölluð Ragnheiður á rauðum sokkuin, sennilega af því, að hún hefur þótt skartkona mikil og á ný- stárlegan hátt. Þau hjón áttu sjö börn, fjóra sonu og tvær dætur, er öll voru efnileg. Ragn- heiður andaðist er börn hennar voru í æsku, og ólust þau því upp móðurlaus. Er fátt vitað um æskuár Páls, og raunar ekk- ert, fyrr en hans er getið við nám á Munkaþverá. Nú er þess að geta, að' á höfð- ingjasetrinu Grund, allskammt NÓVEMBER, 1951 3

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.