Heimilisritið - 01.11.1951, Side 7
ur einhver hafi verið á milli Þor-
leifs og Jóns á Svalbarði, föður
Páls. En Páll var ákafur og lét
ekki vísa sér á bug. Sótti hann
fast á, með atfylgi föður síns,
Þórunnar á Grund og séra Sig-
urðar á Grenjaðarstöðum. Aríð'
1556 fékk Páll vitnisburð tólf
valinkunnra manna um, að jafn-
ræði væri með sér og Helgu og
hann væri lienni að öllu leyti
samboðinn! Jafnframt var dóm-
ur kveðinn upp í héraði með
þeim úrskurði, að Þórunn á
Grund mætti samkvæmt vilja
Helgu og að' beztu manna ráði
gifta hana Páli, hvað sem Þor-
leifur segði. Lét Þorleifur loks
undan síga, er svo var komið, og
gaf samþykki sitt til hjúskapar
þeirra. Var loks hinn 13. janúar
1558 gerður kaupmáli þeirra
Páls og Helgu, eftir að staðið
hafði í þessu stímabraki í fjög-
ur eða fimm ár. Var Helga nú
komin um tvítugt, en Páll hátt
á þrítugsaldri. Eór nú fram brúð-
kaup þeirra, og er mælt, að bæði
hafi verið orðin jafn áköf að'
komast á brúðarbeðinn, því svo
áttu miklir kærleikar að hafa
verið með þeim í fyrstu, að þau
hafi hvílzt í einni sæng og ekki
risið úr rekkju fyrstu sex vik-
urnar eftir brúðkaupið. Svo mik-
ið var „blæjubrumið“ fyrir
þeim, segir í gamalli heimild,
enda hefur þetta vafalaust þótt
saga til næsta bæjar!
Að vori reistu Páll og Helga
bú að Eyrariandi í Eyjafirði, en
bjuggu þar ekki nema eitt ár.
Þá fluttust þau að Einarsstöð-
um í Reykjadal, og varð Páll
litlu síðar sýslumaður í Þingeyj-
arsýslu. Um 1570 fluttust þau
vestur að Staðarhóli og voru þar
stutta stund, en fóru síðan að
Reykhólum í Barðastrandar-
sýslu, þar sem Páll bjó lengi síð-
an.
Þó að dátt væri með þeim Páli
og Helgu í fyrstu, kólnaði brátt
í milli þeirra, og nmn hafa vald-
ið stórlyndi beggja, ráðríki og
drambsemi. Hafði snemma á því
borið, að Helga naut lítilla vin-
sælda, og er t. d. frá því sagt,
að allt heimilisfólk á Grund hafi
orðið því allshugar fegið, er hún
fór þaðan burt. Skaplyndi henn-
ar þótti ekki gott, hún var dutt-
lungafull úr liófi fram og ákaf-
lega drambsöfn, blendin og ein-
ráð. Hefur hún vafalítið goldið
liins taumlausa eftirlætis, sem
hún naut í æsku. Páll var einn-
ig stórlyndur, örorður, hávaða-
samur og meinstríðinn. Leið ekki
á löngu unz kveðlingar þeir, sem
hann orti um Helgu, breyttu
allmjög um svip frá því, sem
verið hafði í tilhugalífi þeirra.
Er sagt, að Páli hafi ekki ævin-
lega þótt orð konu sinnar svo
viturleg sem .skykli. Einhverju
NÓVEMBER, 1951
D