Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 8

Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 8
sinni, er þau höfðli átt sennu, kvað hann: Lítið er lunga í lóuþræls unga, þó er enn minna mannvitið kvinna. Versnaði nú brátt allur vin- skapur, unz þar kom, að Páll kvað: Allsjaldan verður á angri bót, illá konu eg eiga hlaut, verra dýr eg veit ei snart en vonda konu af illri art. Þótt maðurinn deyi, er mannorð eftir mikinn part. Enn var það, að Helga hafði við orð að hlaupa frá Páli. Þá kvað hann: Leiðist þér, grey, að ganga, gefa vil eg þér hest., segi eg upp sambúð langa, svo trúi eg fari bezt. Hafir þú fornt á fótum, fá skaltu skæðin ný, gakktu hart á grjótum og ganaðu upp í ský með bandvettlinga. og traf, styttuband og staf. Farðu norður í Gýgjarfoss og stingdu þér þar á kaf. Sökktu til botns sem blý og komdu aldrei upp frá því. Kom svo, að þau Páll slitu. samvistir árið 1578, og synjaði. Helga honum um allar samfarir eftir það, að frásögn Páls sjálfs.. Þó héngu þau á sama bæ, enda var hjónaskilnaður þá enn fátíð- ur eða ókunnur á landi hér. Eu lítt er sagt að Helga skeytti um bú þeirra og var hún löngum stundum annars staðar. Gerðist Páll með aldrinum svæsinn mjög og drykkfelldur, og hefur það að« sjálfsögðu ekki bætt sambúðina- Loks fór Helga alfarin norður að> Munkaþverá, til Elínar dóttur þeirra, er gift var Birni Bene- diktssyni. Mun það hafa verið’ um 1590. Er Helga þá komini yfir fimmtugt, en Páll nálægt sextugu. A Munkaþverá muni Helga hafa dvalið til æviloka.. Hún varð kona gömul. Um þær mundir, sem Helga fór burt alfarin, orti Páll langt og allmerkilegt kvæði. Er hann þar raunamæddur, deilir á sam- ferðamenn og aldarbrag og tel- ur sem engum sé að treysta. Sé því hollast að skipta sér sem minnsta af öðrum, né leita fraina og fremdar, heldur hafa hljótt um sig, temja sér hóg- værð og aðrar dyggðir og treysta guði. En þótt Páll virðist bljúgur nokkuð í kvæð'i þessu, þá gleymdi hann samt bráðlega. sumum heilræðunum, sem í því 6 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.