Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 9

Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 9
voru fólgin. Stefndi hann Helgu fyrir dóm í héraði árið 1591 og bar hana ýmsum sökum, brott- för af heimili, fjáreyðslu, og komst m. a. svo að orði, að „hér- með hefði hún verið þrálynd, keppin og óhlýðin og sagt upp á sig óheyrilega hluti“. Kom mál þetta fyrir alþingi hvað' eftir annað, en hvorki rak né gekk, enda átti Páll harðsnúna mót- stöðumenn, þar á meðal Odd biskup Einarsson, er taldi máls- sóknina hneyksli mikið. Leitaði Páll loks til konungs um skiln- að og fékk í febrúarmánuði 1595 leyfi hans fyrir því að mega kvongast aftur, ef hann legði fram dóm um löglegan skilnað við Helgu. Skaut hann máli þessu enn til alþingis 1595 og jók nú nokkru við sakargiftirnar. Dómsmenn töldu sakargiftir Páls þó ósannað’ar, enda ekki „skjallega prófað sakleysi Páls, sem tilheyrir, þar þó orðrómur á lék, að hann mundi eigi síður tilefni gefið hafa til þeirra sund- urlyndis og þverúðar“. Sat síðan við það, að Páll fékk ekki leyfi til skilnaðar, enda hreyfði hann því máli ekki framar. Meginástæðan til þess, að' Páll stóð í öllu þessu stímabraki um að fá skilnað, var sú, að hann var kominn á biðilsbuxurnar á nýjan leik, þótt kominn væri yfir sextugt. Guðbrandur bisk- up Þorláksson á Hólum átti dóttur þá, er Halldóra hét. Hún var fædd 1573, og var nú um tvítugt, og fór mikið orð af gáf- um hennar, skörungsskap og manngæðum. Ekki skorti hana biðla, því allt frá því er hún var fullvaxta höfðu leitað við' hana eiginorðs ýmsir göfugir menn, en hún hafnaði þeim öll- um. Árið 1593 bætist nýr biðill í hópinn, og er það enginn ann- ar en Staðarhóls-Páll, karlinn á sjötugsaldri. Ritar hann Guð- brandi föður hennar einkenni- leg bréf, full málskrúðs og fag- uryrða, þar sem hann heitir biskupi fylgi gegn Jóni lögmanni bróður sínum og hverjum sem væri öð'rum, ef hann næði eigin- orði við Halldóru dóttur hans. Halldóru sendi hann bók með kvæðum ýmis konar, en hún er því miður glötuð. En til er sendi- bréf í ljóðum frá Páli til Hall- dóru. Er það ljómandi vel kveð- ið og furðumikill ástarhiti í, hjá svo gömlum manni. Kvæðið er langt, 24 erindi. Eru hér þrjú sett til sýnis: Blessi þig guð af allri átt og ævinlega þér hlífi, vertu, blíða baugagátt, blessuð á sál og lífi. NÓVEMBER, 1951 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.