Heimilisritið - 01.11.1951, Side 13

Heimilisritið - 01.11.1951, Side 13
arfullum skuggum fram fyrir liana og á eftir henni þar sem hún gekk. Ovænt vindþota færði gluggatjöldin í einkenni- legar fellingar, en gluggar þessir liöfðu verið byrgðir í tuttugu ár. Mammy Pleasant dró vaxkerti upp úr vasanum á svuntu sinni, kveikti á því og tendraði síðan á kertum í skínandi silfurstjaka í forstofunni. Hún fór sér að engu óðslega, þrátt fyrir hin óþolin- móðu högg, sem heyrðust frá stóra köpar-dyrahamrinum úti. Þegar dyrnar opnuðust, skein Ijósið framan í háan, grannvax- inn mann á sjötugs aldri. Hann hafði uppbrettan frakkakragann og tvísteig óþolinmóður fyrir utan. Rangeygt augnatillit lians varð áberandi, þegar bjart Ijósið skein framan í hann og hann starði blinduðum augum í and- lit ráðskonunnar. Hann ræskti sig, gekk þegjandi inn í forstof- una og klæddi sig úr yfirhöfn- inni. Mammy rétti út höndina til að' taka við henni, en hann kippti að sér yfirhöfninni með tortryggni í svipnum. Engin svipbrigði sáust á Mammy. „Eg er kominn til að' lesa erfðaskrá Cyrus Wests. Hefur nokkur af erfingjunum mætt ennþá?“ Röddin var viðhafnar- mikil og hátíðleg. ..Nei, hr. Crosby“. An þess að segja meira ví-aði hún honum inn í bókaherbergið og setti lampann aftur á borðið. Ekkert rafmagn eða gas var í húsinu. Allt var með sömu um- merkjum og húsbóndinn hafði skilið við það tuttugu árum áð'- ur. Með stærilæti og nokkrum ræskingum lagði Crosby frakk- ann frá sér á stól og tók af sér hanzkana. Upp úr innri vasa á frakkanum dró hann stórt um- slag og lagði það á borðið með gætni. Þá tók hann upp gler- augnahús, fægði gleraugun vandlega og setti þau á hið þunna, bogna nef sitt. Mammy Pleasant hafði tekið sér stöðu ut- arlega í herberginu. Það' gilti einu hvar hún var, fólk fann ætíð til nærveru Mammy Plea- sant. Crosby reyndi að líta út eins og hann væri rólegur og fagmannslegur, en honum fannst Mammy Pleasant stara í gegn um sig, þótt hann sneri baki við henni. Eftir að hafa lagfært skjöl sín í flýti, sneri hann sér að henni. „Þér hljótið að hafa verið ein- mana þessi tuttugu ár“, sagði hann. „Eg sakna ekki hinna lifandi“, svaraði hún ákveðið. „Vitleysa, Mammv, vitleysa, þetta er afleiðingin af því að búa í þessu draugalega húsi. Hafið’ þér nokkurn tíma séð drauga hér9“ Og án bes« nð vera sér NÓVEMBER, 1951 11

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.