Heimilisritið - 01.11.1951, Síða 14

Heimilisritið - 01.11.1951, Síða 14
þess meðvitandi, leit Crosby í kring um sig með tortryggni. „Nei, en ég lief orðið vör við þá, það er einn hér í nótt, — vondur draugur“. „Hvaða bjánaskapur og vit- leysa!“ sagði Crosby. „Imyndun yðar og ekkert annað. A morg- un verður kominn nýr eigandi. Eg hef frétt af væntanlegum erf- ingjum. Þeir koma hingað allir sex. Þeir ættu að koma á hverri mínútu“, og Crosby leit tauga- óstyrkur á úrið sitt. Hann yppti öxlum og gekk yfir að peninga- skápnum í veggnum, studdi á fjöðrina og veggdvrnar opnuð- ust. Ilann tók pappírsmiða upp úr vestisvasa sínum, sneri skíf- unni á peningaskápnum og opn- aði hann. Hann varð agndofa, þegar hann sá, að fluga flaug út úr skápnum. „Hvað er þetta, Mammy Plea- sant? Þessi skápur hefur verið lokaður í tuttugu ár og samt er fluga í honum. Hefur nokkur verið hér?“ „Þér eruð sá eini, hr. Crosby“, sagði ráðskonan rólega. „Ég lokaði þessum peninga- skáp fyrir tuttugu árum og mér er kunnugt um, að ég hef ekki stigið fæti inn fyrir dyr hér síð- an, eða hef ég gert það?“ „Nei, lir. Crosby“. Með skjálfandi höndnm þreif- aði lögfræðingurinn um skápinn að innan og dró út úr honum þrjú umslög, sem hvert um sig var innsiglað með þremur rauð- um vaxinnsiglum. Ostyrkum skrefum gekk hann að borðinu og rannsakaði þau við lampaljós- ið. Að því búnu leit hann á ráðs- konuna með óútmálanlegri undr- un í skásettum augunum. „Hver hefur verið hér í hús- inu?“ spurði hann. „Enginn“, svanaði Mammy rólega og spennti greipar, „nema ég og afturgangan hans“. „Draugar opna ekki umslög, en sérhvert þessara umslaga hef- ur verið opnað“. Ráðskonan gekk hægt að lög- fræðingnum, þar til andlit henn- ar var ekki fet frá andliti hans, og illgirnislegir, háðslegir drætt- ir komu fram við munninn, er hún sagði hægt og skýrt: „En þér eruð sá eini, sem þekkir læsingu peningaskáps- • CC ms . Erfingjarnir HÖGG á útidyrnar rauf þess- ar óþægilegu samræður. En þegar Mammy Pleasant gekk til dyra, algerlega ósnert af því sem skeð hafði, leit Crosby lengi og rannsakandi á baksvip hennar. Sem betur fór hafði hann afrit af öllum þeim skjöhun, sem í skápnum voru, en þau höfðu á sínum tíma verið afrituð til 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.