Heimilisritið - 01.11.1951, Side 17

Heimilisritið - 01.11.1951, Side 17
konur, sem héldu sér hvor í aðra, stauluðust eftir dimmum gang- stígnum að húsinu og báru tösk- ur sínar. Þær börðu að dyrum með dyrahamrinum. Kaldrana- legt andlit ráðskonunnar varð ekki til að minnka taugahroll þeirra, og ekki er ósennilegt að þær hefðu lagt á flótta ef þær hefðu ekki heyrt háa, nefmælta rödd kalla: „Verið ekki hræddar, það er ekkert að óttast í þessu húsi“, og Crosby flýtti sér fram í forstofuna til að róa konurnar. Eldri konan heilsaði honum. Hún var klædd stuttri pelskápu, svartri, mjög þröngri um hálsinn, með svartan hatt, fjaðurskreytt- an og með borða, sem bundinn var þétt undir hökuna. Hattur- inn sat hátt á höfðinu, og and- litið, sem var allt annað en að- laðandi vegna hræðslunnar, sást vel. Það var eins og henni létti og hún varp öndinni, þegar hún sá Crosby. „Hamingjan hjálpi okkur, Crosby, hvílíkur staður fyrir heiðvirt kvenfólk að mæta á lun þetta leyti nætur. Eg trúi því hvort sem er ekki, að vitfirring- urinn Cyrus West hafi látið eftir sig nokkurn eyri. Og hver er þessi kona?“ „Þetta er Mammy Pleasant, ráðskonan. Mér skilst að þér hafið þegar kynnzt ungfrú Ci- cily Young“. „Já, ég hitti hana á járnbraut- arstöðinni. Ég heyrði að hún bað bílstjórann um að aka sér til Glencliff. Veröldin er lítil, er ekki svo? Og vitið þér, að' bann- settur bílstjórinn neitaði að aka okkur, nema því aðeins að við greiddum tvöfalt gjald, og svo lét hann okkur fara út úr bíln- um við hliðið. Ég vildi að ég hefði aldrei farið hingað“. Þegar hér var komið, voru þau komin inn í bókaherbergið og Crosby kynnti þeim báða karlmennina. „Herrar mínir, lejdið mér að kynna ykkur ungfrú Susan Sils- by og ungfrú Cicily Young. Þetta eru Harry Blyth og Charles Wilder“. Cicily Young leit sannaralega vel út, þótt hún væri komin yfir aldur skólastúlkunnar og væri gangandi auglýsing fyrir öll þau fegurðarmeðul, sem fyrirfinnast í snyrtistofum kvenna. En þótt Susan væri gamaldags, dró hún að sér athygli allra, annars hefði hún ekki verið sjálfri sér lík. Hún lét dæluna ganga viðstöðu- laust, þar til hún var trufluð af komu fimmta erfingjans. Paul Jones var enn ruglaðri, þegar hann kom, heldur en jafn- vel þær Susan og Cicily höfðu verið. Vofulegt andlit og dökkur búningur ráðskonunnar stað- festu allar grunsemdir hans, sem NÓVEMBER, 1951 15

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.