Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 21
laust, fölt ancllit og starandi
augu.
Tindrandi augu aðkomukon-
unnar, sem voru ótrúlega stór í
litlu, mjóu andlitinu, virtu fyrir
sér hvern einstakan liinna
þriggja farþega.
Burðarkarlinn setti dót henn-
ar undir sæti í klefa nr. 7 og fór
og skildi hana eftir þar sem hún
stóð. Hún tók ódýra, litla hatt-
inn af höfðinu og fór úr víðu
kápunni sinni, sem hafði tekizt
svo illa að hylja þunglamalegan
líkania hennar, brosti feimnis-
lega til mannsins með stranga
svipinn, og þegar hún mætti ekki
vingjarnlegu augnatilliti frá
honum á móti, fór hún inn í
svefnklefa sinn döpur í bragði
og kastaði sér niður á koddann.
Það snjóaði mikið. Napur,
kaldur vindurinn þeytti órjúf-
andi snjóflyksum móti lestinni.
Lestin kipptist tvisvar til, áður
en hún mjakaðist hægt af stað,
og skömmu síðar fór hún á fullri
ferð gegnum snjóstorminn.
Inni í lestinni var bjart og
hlýtt. Lestarþjónninn var önn-
um kafinn við að' lagfæra rúm-
in. Hann fór síðast inn í klefa nr.
7, því að litla, ólögulega konan
leit ekki út fyrir að geta séð af
miklum drykkjupeningum.
KONAN á fyrsta farrými, sú
með starandi augun, hellti með
skjálfandi hendi einum skammti
af hvítu dufti á tunguna. Síðan
hallaði hún sér aftur á bak að
svæflunum og lokaði augunum.
Væri henni aðeihs unnt að slaka
á taugunum, þá myndi duftið
hafa sín áhrif innan tíu mín-
útna og færa henni þá blessun-
arlegu hvíld, sem hún þarfnað'-
ist svo mjög. Hún varð fyrst og
fremst að þvinga sig til að hugsa
um aðra hluti, hluti, sem ekki
yllu henni áhyggjmn. Hún varð
að þoka hinum nagandi sárs-
auka á burt og hugsa um eitt-
hvað annað.
Storminn úti, til dæmis. Æð-
andi snjóflyksur — Jimmie hafði
elskað snjóinn — dásamlegi,
hnellni Jimmie, hann hafði ávallt
þrýst litla nefinu sínu svo fast
upp að rúðunni, að það varð
flatt eins og hnappur — bláu
augun hans Ijómuðu, þegar hann
sá snjókornin. —
Konan stundi. Það var þýð-
ingarlaust. Alveg þýðingarlaust.
Það var alveg sama, hversu
mjög hún reyndi að hngsa um
eitthvað annað, þar til duftið
verkaði. Henni varð ávallt að
lokum hugsað til Jimmie. Róleg,
róleg, sagði hún við sjálfa sig.
Þú veizt, hvernig þú átt að fara
að því að losna við hugsanir
þínar að eilífu. Þú hefur undir-
búið þetta ferðalag, af því að
þú hefur ávallt vitað, að til er
NÓVEMBER, 1951
19