Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 23

Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 23
slíkt. Hún hafði sjálf valið þá braut, sem hún fór nú inn á. Hefði hún gifzt Bob, myndi allt vera eyðilagt. Börn — látlausir reikningar — læknisreikningur, kaup- mannsreikningur, afborganir af húsgögnum, sem yrðu rispuð og eyðilögð, áður en þau hefðu ver- ið greidd til fulls, og á meðan leið lífið fram hjá manni. Jinny hafði einnig farið á mis við lífið. Fallega, fjöruga Jinny, litla syst- ir hennar, sem búið var að rífa, hina dásamlegu vængi af, eftir aðeins þriggja ára hjónaband. Og það var ekki aðeins Jinny. Það voru fleiri, sem eins hafði farið' fvrir. Svo fjöldamargir aðrir, sem höfðu sokkið niður í vonlausa fátækt og slitið sér út fyrir aldur fram. En hún skyldi eklvi fara á mis við' lífið, hugsaði Lois með nöpru brosi. Greg — Hawaieyj- ar — sólarmegin í lífinu, eitt- hvað til að minnast. Og Greg var heiðarlegur. Hann hafði þeg- ar frá byrjun sagt henni, að hjónaband væri útilokað'. Hann elskaði hana núna, en hvað framtíðin bæri í skauti sér, bryti hann ekkert heilann um. Greg beið hennar í Los Angeles. ÁÐUB, en Peter Livingston læknir féll í svefn, hugsaði hann um litlu konuna í klefa nr. 7. Það var fávíslegt af henni að fara í ferðalag, fyrst hún var komin þetta langt á leið, hugs- aði hann með sér. Hvers vegna brosti hann ekki til hennar, það hefði þó ekki getað skaðað hann neitt. En hefði hann brosað, ])á hefði hann vafalaust farið að tala við hana, og það var ein- mitt það, sem hann vildi forðast — hann vildi gleyma öðrum manneskjum og vandamálum þeirra. Kyrrð og hvíld. Það var það, sem starfsbróðir hans haf'ði sagt í síðustu viku við hann: „Það er ekkert að líffærum þínum. Ivyrrð og hvíld um eins árs bil mun hjálpa þér. Þú hef- ur unnið allt of mikið, gamli vinur. En þú ert. ekki búinn að vera“, bæði hann í flýti við með brosandi bjartsýni, sem ekki hafði kastað ryki í augu Peters Livingston eitt andartak. „Taktu það rólega í eitt ár og byrjaðu svo að afla þér sjúk- linga og hefja læknisstörf þín að nýju“. Hefja læknisstörfin að nýju. Vinna sig aftur upp! Hann hafði ekki gert annað allt sitt líf. Hann hafði neitað sér um allt, um heimili, konu og börn, til að vinna sig upp. Hann hafði náð æðsta markinu, og fékk nú að vita, að búið var að slá hann út. Peter Livingston hnipraði sig saman í horninu sínu og reyndi NÓVEMBER, 1951 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.