Heimilisritið - 01.11.1951, Side 35
„Ó, McLean," sagði ég skyndilega,
„heldurðu að ég geti nokkurn tíma
fengið svona fallegt skip á brjóstið á
mér?“
McLean flutti tóbakstöluna frá öðru
munnvikinu í hitt horfði á mig með
ávítur í svipnum og eftir mikil heila-
brot tókst honum að safna saman þess-
um orðum: „Nei—ei—- þú getur að
minnsta kosti ekki látið tattóvera þig
svona vel, fyrr cn það er komið hár á
brjóstið á þér.“
Þetta virtist vera fullnaðarósigur fyr-
ir mig í fyrstu atrennu, þv{ að brjóstið
á mér var slétt og mjúkt ejns og fín-
asta silki. En ég vildi ekki gefast alveg
upp að svo komnu máli. Ég fór því
beint til föður míns og spurði hann,
hvernig maður færi að því að láta hár
vaxa á brjóstinu á sér. Svo virtist, sem
spurningin væri honum kærkomin og
ekki væri erfitt að svara henni, því að
hann svaraði undir eins: „Það, telpa
mín, það er ekki mikill vandi. Ef þú
borðar gulræturnar þínar vel, þá verð-
ur brjóstið á þér áreiðanlega kafloðið á
skömmum tíma.“
Nú hataði ég gulrætur og fyrirleit,
en hvað var það, sem ég ekki vildi gera
tál þess að verða eins loðin á brjóstinu
og McLean? Ég hámaði því í mig gul-
rætur á hverjum einasta degi í margar
vikur, í þeirri voní að einhvern morg-
uninn, þegar ég vaknaði, væri komið
hár á brjóstið á mér. Tíminn leið. Við
lukum sjóferðinni og tókum höfn í
Adelaide, og enn sást ekki stingandi
strá á brjóstinu á mér. Mér leiddist
þetta ákaflega og fór að óttast, að ég
mundi aldrei verða aðnjótandi þessarar
dásamlegu brjóstprýði. Eftir að hafa
hugsað málið frá öllum hliðum sneri ég
mér til McLeans, sem var þá niðrí í
lest að losa kopra og hvíslaði að honum
í trúnaði: „McLean, nti er ég búin að
gá að hárum á brjóstinu á mér á hverj-
um einasta morgni í níu vikur, og það
er enn þá ekki komið eitt einasta hár,
já, ekki einu sinni ló.“
McLean hló með öllu andlitinu, sem
hann gerði annars mjög sjaldan. Loks-
ins sagði hann: „Jæja, kallinn. Er það
þá svona. Heyrðu, hvar er sá gamli?
Er hann um borð?“
„Nei, liann er hjá ameríska ræðis-
manninum og verður þar allan dag-
inn.“
McLean brosti enn breiðara brosi, og
svo sagði hann: „Það getur ekki ver-
NÓVEMBER, 1951
33