Heimilisritið - 01.11.1951, Síða 36

Heimilisritið - 01.11.1951, Síða 36
ið betra kallinn. Ég fæ dálítið frí seinni partinn og þá skulum við fara saman og láta tattóvera þig.“ „Er þetta satt, McLean, eða ertu að blekkja mig?“ sagði ég ofsalega glöð, en þó svolítið hrædd um, að þetta væri bara draumur. „Víst er mér fúlasta alvara, kallinn. Ég þekki einhvern mesta snilling í þess- ari grein, það er að segja héma megin við Tókíó. Það er ekki nema mílu- fjórðungur heim til hans. Hann á heima bak við fiskhallirnar, rétt hjá kaup- mönnunum, sem sjá um birgðirnar handa skipinu." Ég réð mér varla fyrir gleði. Að hugsa sér, að nú átti ég að verða alvöru- sjómaður, tattóveraður og allt. McLean hafði boðið mér þetta af því að hon- um þótti vænt um mig, og sjálfum fannst honum, að hann væri hinn mesti höfðingi, af því að hann ætlaði að borga brúsann sjálfur. Hann var fulikominn úthafssjómaður frá hvirfli til ilja og því gat hann ekki séð neitt adiugavert við það, þó að stclpa léti tattóvera sig. Síðari hluta dagsins stóð ég við land- göngubrúna og beið eftir McLean. Ég hafði skrýðzt sunnudagsskrúða mínum, en hann var sunnudaga-samfestingur minn, með kaskeiti, sem stýrimaður hafð átt, en það hafði verið skreytt á ýmsan hátt með mörgum akkerum, skipum og fískum, en upp á því hafði Stitches fundið einu sinni. Síðan kom McLean, og svo lögðum við af stað og hann leiddi mig. Fætur mínir voru varla við jörðina, svo full var ég af eftirvæntingu, og viðstöðulaust þvöðruð- um við um það, sem ég ætti í vændum. Að lokum urðum við ásátt um, að við skyldum láta setja á annan handlegg- inn á mér rauða konu, en á brjóstið skyldi tattóvera skip undir fullum segl- um, á aðra il mér skyldi setja amer- íska flaggið og átti að gera það til þess að ég gæti stungið löppinni út um kýraugað og eins og veifað flagginu Fyrst að það átti nú á annað borð að tattóvera mig, þá var sjálfsagt að gera það svikalaust. Og þegar við löbbuðum þarna með fram höfninni, kom ég allt í einu auga á föður minn. Hann stóð við vöru- geymsluhús og talaði við umsjónarmann þar. Ég var svo glöð, að ég réð mér varla fyrir kárínu, og allt í einu hrópaði ég: „Pabbi, pabbi! Sérðu hvað ég er fín? Ég er svona fín af því, að það á að tattóvera mig um allt, alveg eins og al- vörusjómann." Það var alveg eins og faðir minn hefði verið lostinn eldingu, þvf að hann sneri sér allsnöggt að okkur og hrópaði: „Hvað ertu að segja?“ „Ég er að fara að láta tattóvera mig. Það á að setja allsberan kvenmann á handlegginn á mér, næstum alveg upp við olnboga. Þegar ég svo beygi hand- legginn, þá hreyfist á henni maginn upp og niður, þú veizt, alveg eins og hún sé að dansa, — og svo ...“ En þá þagnaði ég skyndilega. Augu föður míns skutu neistum, og þegar ég leit í kringum mig, kom ég auga á, hvar McLean hljóp sem fætur toguðu aftur til skips. Ég fór líka fljótlega sömu leið. Faðir minn greip annarri hendi í háls- málið á samfestingnum mínum og hinni í rassinn á buxunum, og þannig bar hann mig um borð. „Ég má ekki sleppa sjónum af þér 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.