Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 39

Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 39
í Heimsókn hjá mömmu „Jóhanna, þú verður víst að skipta um föt, áður en við borðum,“ sagði mamma. „Við verðum að borða klukk- an 12, af því að'gestirnir koma þá, en við höfum menn í fæði.“ „Ég hef ekkert annað dót en það, sem ég er í,“ svaraði ég, og rödd mín, sem hafði vanizt því að reyna að yfir- gnæfa hávaðann á hafinu, gall í stof- unni frá gólfi til lofts. „Hrópaðu ekki svona, telpa," sagði mamma með áminningarhreim í rödd- inni, en ég leit steinhissa á hana. Mamma hafði leigt nokkrum mönn- um herbergi í húsinu og þeir höfðu einnig fæði hjá henni. Þetta hafði hún orðið að gera til þess að fá peninga til heimilisútgjalda. :,Þetta eru prófessoramir frá háskól- anum, Jóhanna mín, og þú mátt sitja til borðs með þeim, ef þig langar til.“ „Eru það karlmenn?“ spurði ég, og þegar mamma svaraði játandi, hélt ég áfram. „Ég get nefnilega alls ekki þol- að kvenfólk nálægt mér.“ Þá gekk systir mín burt úr stofunni. Hún var nefnilega mjög vel upp alin dama, og það var alveg auðséð, að henni mislíkaði útlit mitt, framkoma mín og orðbragð. Um leið og við settumst til borðs, var ég kynnt fyrir leigjendunum. Þeir fóru strax að spyrja mig um allt milli him- ins og jarðar og mér fannst að þeir væru ágætir karlar, sem gott yrði að lynda við. En svo sprakk fyrsta bomb- an allt í einu. „Já, en . . . en ætlarðu í raun og veru að halda því fram, að þú hafir með eig- in augum séð barn fæðast?“ spurði einn þeirra alveg steinhissa. Hann var pró- fessor í hagfræði. „Vitanlega. Þér skuluð ekki halda, að hún hafi hætt skothríðinni þó að ég væri viðstödd," svaraði ég móðguð, af því að mér skildist það allt í einu, að þeir héldu, að ég sæti þarna og væri að segja þeim lygasögur. Hvern fjand- ann vissu þessir vesalingar eiginlega um sjómannslífið? Svo héldum við áfram að rabba sam- an, en dálítáð seinna, þegar ég var að segja þeim frá öðru merkilegu í Suður- höfum sprakk önnur bomban. „Nei, þú skalt ekki reyna að telja mér trú um að í hinum siðaða heimi okkar eigi sér enn stað þrælaverzlun,“ sagði einn prófessorinn. Hann var kominn —A'ið aldur og hafði mikið vangaskegg, og til þess að undirstrika þýðingu orða sinna, sló hann bylmingshögg í borðið. „Jú, svo sannarlega, kunningi, það geturðu bölvað þér upp á,“ svaraði ég öskureið og lamdi hnefanum í borðið, svo að það drundi í því, og ég hrópaði þetta svo hátt, að það glumdi í öllu, en prófessornum kom þetta svo á óvart, að hann fálmaði eftir vangaskegginu og faldi hendumar í því. „Uss, Jóhanna, hvað er þetta, barn?“ sagði mamma fyrir öðrum enda borðs- ins. Hún var víst hrædd um, að ég myndi móðga gestinn, svo að hann ryki burt úr fæðinu. „Ég vil ekki heyra þetta uss í þér,“ öskraði ég enn reiðari. „Hann situr þarna og gefur í skyn, að ég sé að fara með lygi. Spyrjið það bara pabba, liann getur sagt ykkur, hvort ég segi ekki satt.“ NÓVEMBER, 1951 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.