Heimilisritið - 01.11.1951, Side 42

Heimilisritið - 01.11.1951, Side 42
vísu ekki allt of alúðlega, en heldur ekki fráhrindandi. Héðan í frá gerðust atburð- irnir með miklum hraða: Strax sama dag voru mér færð blóm inn í herbergi mitt, það fylgdi ekkert bréf með, en ég var ekki í nokkrum vafa um, hver hefði sent mér þau. Daginn eftir end- urtók blómakveð'jan sig. Hinn ókunni aðdáandi var gæddur dásamlegum hæfileika til að reikna út þann tíma, sem Albert var ekki heima. Þriðja daginn, nákvæmlega á þeim tíma, sem vant var að afhenda mér rós- irnar, var barið að dyj*um, en þegar ég lauk upp hurðinni, sá ég ekki, eins og ég hafði búist við, sendisvein — heldur unga manninn sjálfan, sem stóð fyrir utan dyrnar með blómvönd í hendinni! EG VAR alveg mállaus af undrun. Feimni aðdáandinn var skyndilega orðinn svo hugrakk- ur að vaða formálalaust inn í herbergi giftrar konu! Hinn sólbrenndi Adonis, sem augsýnilega var Itali, varð skyndilega djarfur. „Ma bella Signorina", sagði hann óðamála. „Ég hef lengi beðið þess augnabliks.. er ég gæti verið með yður einni. Ó, þér get- ið ekki ímyndað yður, hvað ég er hamingjusamur að mega vera í nárid við yður. .. Þögli riddarinn minn var ó- þekkjanlegur. Hann virtist vera gjörbreyttur. Hann var alveg búinn að missa allt taumhald á sínum ofsalegu skapsmunum. Hann æddi fram og aftur um gólfið, stóð því næst kyrr fyrir framan mig, þrýsti hönd mína og kyssti hana, og æddi svo aft- ur um herbergið, um leið og hann þuldi einhver býsn af ít- ölskum og frönskum orðum, sem ég skildi nóg til þess að verða Ijóst, að hann væri óskaplega hamingjusamur. Ég var farin að verða dálítið óróleg, sumpart vegna þess að ég hélt að vitfirringur væri inni hjá mér, en sumpart einnig af því, að mér varð liugsað: Hvað skeður, ef Albert yfirgefur nú spilaborðið fyrr í dag en hann er vanur og kemur skyndilega inn í herbergið? Jæja, loksins hætti ítalinn þessu einkennilega rápi fram og aftur, en nú gerðust ný undur. Hann umhverfði vösunum sín- um og hellti innihaldi þeirra á borðið. Hringir, hálsfestar, arm- bönd, perlur — heil skartgripa- verzlun kom í Ijós. Minn ókunni aðdáandi gekk með skrautmuni á sér, er voru að minnsta kosti 500.000 franka virði. „Ég tók þetta með mér handa yður, dásamlega Signorina“, 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.