Heimilisritið - 01.11.1951, Page 45

Heimilisritið - 01.11.1951, Page 45
„Hugsanalestur" Fyrir nokkrum árum birtisc grein í ameríska tímaritinu Colliers, þar sem nútíma hugsanalesarar eru afhjúpaðir rækilega. Höfundurinn er kona, sem nefndist „Hin mikla Zadma“ með- an hún aðstoðaði „hugsanalesarann Umulius Mulius". — Hér er einn kaflinn úr greininni. UMULIUS kom sér fyrir á sviðinu með bundið fyrir aug- un, en ég gekk um meðal á- horfendanna og snerti úr, hringi, vasaklúta, eða hvað það nú ann- ars var, sem fólk rétti mér. Ég átti svo að snerta hlutina og senda Umulius hugskeyti, en hann átti að nefna hlutina eft- ir röð. Ég talaði aldrei til hans og sagði ekki eitt orð, þegar mér var fenginn einhver hlut- ur, heldur lét ég líta út eins og ég einbeitti huganum stutta stund. Svo gekk ég áfram og bað um næsta hlut — en þá um leið sendi ég Umulius merki um, hvaða hlut ég hefði síðast snert. Merkjaskeytin fólust í mismunandi líkamsstöðu minni með hliðsjón af handleggja hreyfingum. Ég þarf auðvitað $kki að taka það fram, að Um- ulius gat gægzt í gegnum bind- ið, sem hann hafði fyrir aug- unum. í fyrstu furðaði ég mig dá- lítið á því, að fólk trúði því beinlínis að við værum hugs- analesarar í raun og veru. Við stóðum svipað að vígi og töfra- bragðamenn á miðöldunum — því fólk trúði því að þeir væru raunverulegir töframenn. Og við komumst brátt að raun um, að áhorfendur hrifust enn meir en ella, ef okkur skjátlaðist öðru hverju. En áður en við skipu- lögðum vissar skyssur á hverju kvöldi, urðum við oft dálítið undrandi, eins og t. d. kvöldið, þegar einhver misskilningur komst á milli okkar í merkja- sendingunum. Kona nokkur hafði rétt mér tyggigúmí, sem hún hafði fund- ið klístrað undir stólsessunni sinni. Ég stafaði ,,gúmí“, en Umulius tilkynnti hátt og 'greinilega, að þetta væri tré- lím. Ég sendi merki á ný. Umu- lius féll í mók og sagði að lok- um, að þetta væri strokleður. Konan var því miður svo aftar- NÓVEMBER, 1951 43

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.