Heimilisritið - 01.11.1951, Page 55

Heimilisritið - 01.11.1951, Page 55
Já, hún Vivien Leigh Sögukom eftir ROBERT WAITMAN SPORVAGN kom akandi eft- ir Victoria Enbanktment í London í morgunsólskininu. Inni í vagninum sátu þrír út- lendingar út af fyrir sig — tveir karlmenn og ein kona — og hár, grannur og hokinn Eng- lendingur, fremur ^oskinn, í brúnum tweedjakka og flauels- buxum. Útlendingarnir þrír litu út fyrir að vera Egyptar. Þeir voru dökkir á brún og brá, rík- mannlega klæddir og virtust fremur stífir og hátíðlegir. Kon- an sat þögul, með svart hárið bundið í fléttu umhverfis höf- uðið. Englendingurinn talaði, og röddin var róleg og skýr „... Og á kvöldin getum við séð, hvort það er fundur í Parlamentinu, því þá er ljós í turninum yfir Big Ben.“ Karlmennirnir tveir og konan hölluðu sér fram til þess að horfa upp til Big Ben. „Hérna er Skotland Yard — þarna, þar sem þið sjáið stórit dyrnar. Þið hafið auðvitað. heyrt getið um Scotland Yard?“- Tveir hinna kinkuðu kolli, og. sá þriðji svaraði: „Já.“ „Og hérna er minnismerki yfir föllnu flugmennina,“ sagði Englendingurinn. Þegar þau fóru fram hjá því, bætti hann við: „Eftir andartak komum. við að Nál Kleopötru.“ Hann leit spenntur framan í karlmennina tvo eins og hann vonaðist eftir að sjá einhvern vott af áhuga í köldum svip þeirra. „Eins og yður er ef til vill kunnugt, var hún flutt til Lond- on frá Alexandríu. Þetta er annar af tveimur obeliskum, Hinn er í París, held ég, eða kannske í New York.“ Síðustu orðum sínum beindi enski maðurinn að konunni. Hún kinkaði kolli kurteislega og brosti lítið eitt. Sporvagninn var kominn að Nál Kleopötru. „Þarna er hún!“ NÓVEMBER, 1951 53.

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.