Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 56
sagði roskni Englendingurinn á-
kafur. „Skipið, sem flutti hana
hingað fórst í Biskayaflóanum
— ég held að það hafi verið ná-
lægt 1870. En sem betur fór
varð henni bjargað.“
Mennirnir tveir horfðu alvar-
legir út um gluggann og kink-
uðu kolli hæglátlega.
„Hún skemmdist á stríðsár-
unum,“ hélt Englendingurinn
áfram, eins og hann ætti erfitt
með að yfirgefa þetta umræðu-
efni. En hann mundi ekki eft-
ir neinu fleira í þessu sam-
bandi og þagði litla stund.
Skömmu síðar hélt hann á-
fram: „Þetta er Charing Cross
brúin. Sú næsta — þessi hvíta
þama — er Waterloo brúin.
Og þarna hinum megin —“
„Waterloo brúin?“ Karlmenn-
irnir tveir gripu báðir fram í
fyrir honum samtímis.
Það var skyndilega komið líf
í sviplaus andlitin og augun
ljómuðu. Annar þeirra benti út
um gluggann og sagði ákafur
við konuna: „Waterloo brúin!
Manstu —“
Hinn sneri sér að roskna
manninum og sagði: „Það var
Vivien Leigh, sem lék aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni
„Waterloo-brúin“.“ Hann vatt
sér ákafur til í sætinu og leit
aftur á brúna.
Roskni maðurinn sagði: „Ó —
jæja — var það? Þetta er nýja
brúin, auðvitað. Sú gamla var
rifin, þegar þessi var byggð.“
Án þess að líta af brúnni,
sagði konan við karlmennina
tvo: „Og Robert Tayler. Vivien
Leigh og Robert Taylor.“
Roskni maðurinn þagði langa
stund, til þess að trufla ekki
hugleiðingar þeirra um brúna.
Svo tók hann aftur til máls,
svolítið daprari í bragði: Og
þarna sjáið þið heimskautafar
Scotts, Discovery —“
Annar karlmannanna sneri
sér að roskna Englendingnum
með geislandi augum: „Já —
hún var stórkostleg, hún Vivien
Leigh! Og þarna er Waterloo
brúin.“
ENDIR
Æ, Æ!
Skattayfirvöldin fengu útfyllta skattaskýrslu frá piparsveini nokkrum
vélritaða. Þar gaf hann upp að hann hefði eitt barn á framfæri sínu.
Skattstofan endursendi skýrsluna með eftirfarandi atliugasemd:
„Þetta hljótá að vera mistök hjá ritara yðar.“
Skýrslan kom óðara aftur og á spássíuna var skrifað: „Nei, við vorum
sannarlega bæði um það.“
54
HEIMILISRITIÐ