Heimilisritið - 01.11.1951, Síða 59

Heimilisritið - 01.11.1951, Síða 59
Eyja ástarinnar Heillandi róman eftir JUANITA SAVAGE „Ættflokkur Doyles hefur mcira af skotvopnum, og það er auðvitað hagn- aður, sem vert er að meta,“ svaraði Hil- ary. „En hinsvegar eru okkar menn færari í návígi á bersvæði, þegar bar- izt er eftir hinni góðu gömlu reglu, maður gegn manni. Ég get ekki sagt, að það sé ekki hætta á ferðum, Joan,“ bætti hann við alvarlegur í bragði, „og ég vildi gefa mikið til að vita þig á ör- uggum stað. Ég er á báðum áttum um, hvað ég á að gera. Það er ef til vill heimskulegt að leggja mikið upp úr áliti villimannaættflokks á mér, þegar líf þitt er í veði, og tap eigna minna hér hefur ekki neina úrslitaþýðingu fyrir mig. I seinni tíð hef ég verið óvenju heppinn með perluveiðarnar og náð í nokkrar perlur, sem munu vera nokkur hundruð þúsunda virði. Slík verðmæti gæti ég auðvitað tekið með mér —“ Hann þagnaði eins og hann væri að hugsa sig um, en brosti svo við. „Það er bezt við förum. Ég ætla að láta flytja vjstir um borð í mótorbátinn og búa hann til ferðar.“ „Nei, Hilary,“ tók Joan fram t' fyrir honum ákveðnum tón. „Jafnvel þó að um sé að ræða vilHmenn, þá vil ég ekki að þeir hugsi til mannsins míns með lítilsvirðingu. Það myndi alltaf varpa skugga á sambúð okkár, ef þú fórnaðir hciðri þínum mín vegna. Við verðum hér, Hilary, og verjumst. Ég gæti held- ur ekki hugsað mér, að svarti Doyle yrði húsbóndi hér. Hann myndi springa af monti og segja öllum, að við hefð- um flúið af hræðslu við hann.“ „Joan, þú ert gimsteinn!“ sagði Hil- ary, lagði armana um hana og kyssti hana. „Það er einmitt kona cins og þú, sem ég vil eiga. Ég er hreyknari af þér en nokkru sinni fyrr. Komdu inn með mér, við skulum leggja á ráð um ófrið- inn.“ Þau fóm aftur inn í setustofuna, og Hilary tók fram kassa, sem í voru tveir rifflar, ein hcrmannaskammbyssa og þrjár skammbyssur. „Þetta er allt og sumt, sem við eig- um af skotvopnum, Joan,“ sagði hann. „Ég veit að þú kannt bæði að fara með riffil og skammbyssu og því ætla ég að fá þér sitt af hvorri tegund í hendur, ef til þess kæmi að- við þyrftum að verja hendur okkar hér í húsinu. Sjálf- ur geng ég með skammbyssu í vasan- um og svo tek ég hinn riffilinn. Ég hef kennt Kukii að nota skammbyssu, og Ugi getur fengið eina, og þá sem eftir er verð ég víst að láta höfðingjann hafa, þó ég hugsi að hann muni gleyma að nota hana, þegar til kastanna kent- ur, og muni heldur nota hníf sinn eða spjót. Það verður barizt hér í nágrenn- NÓVEMBER, 1951 57

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.