Heimilisritið - 01.11.1952, Síða 38

Heimilisritið - 01.11.1952, Síða 38
vonbrigðum, og allt í einu fann hún til sársauka í fótleggnum. Meðan hið langa símtal þeirra stóð yfir, sagði hún aldrei nema einsatkvæðisorð. Tilhugsunin um það, að Dick væri ef til vill að reyna að ná sambandi við hana þessa stundina, jók á óró hennar. Þegar þær loks höfðu slitið sam- bandinu, var eins og þungri byrði væri létt af henni. Hún sneri baki að símanum og gekk syngjandi og með glaðleg- um svip framhjá móður sinni, sem var að koma út úr eldhúsinu. ,,Það var þetta símtal, sem ég beið eftir,“ sagði hún glaðlega, um leið og hún gekk að hæginda- stólnum sínum og skáldsögunni. En þegar hún var sezt aftur, hleypti hún brúnum við hugsun- ina um það, að hún hefði sjálf- sagt ekki verið sannfærandi. EF HÚN hefði bara getað haft húsið útaf fyrir sig í dag! Þá hefði hún skammlaust getað geng- ið um gólf hjá símanum, nagað neglurnar, ef hana hefði langað til, og ekki þurft að fara í felur með andvörp sín og eftirvæntingu í sambandi við þessa upphring- ingu, sem myndi binda enda á hina sætbeisku og kvalafullu bið hennar. Þegar líða tók á daginn, fór ef- inn • að sækja lymskulega að henni. Hvernig gat hún vitað, hvort honum hefði fundizt hann laðast eins að henni og hún að honum ? Hún heyrði fótatak í garðstígn- um og þaut að glugganum, en henni létti, þegar hún sá, að það var feitlagin, ljóshærð stúlka, sem var að koma. Þetta var Barbara, bezta vin- kona hennar, og eina manneskj- an, sem hún gat hugsað sér að þola í nærveru sinni í dag. Þær trúðu hvor annarri undandráttar- laust fyrir helgustu leyndarmál- um sínum, og þeim var það ósegj- anlegur léttir og fróun að opna hjarta sitt og hug hvor fyrir ann- arri. ,,Komdu hingað upp,“ kallaði hún. ,,Ég er í herberginu mínu.“ ,,Þú hefur ekki hugmynd um, hvað ég hef óskað að geta hringt til þín og fá þig hingað yfir,“ sagði hún áköf, þegar Barbara settist á rúmið við hliðina á henni. ,,En Dick Sheldon sagði í gær- kvöldi, að hann myndi líklega hringja til mín í dag, og þess vegna vildi ég ekki nota sím- ann.“ Barbara kinnkaði kolli. ,,Nei, það er skiljanlegt,“ sagði hún. Það slaknaði samstundis á hinum þöndu taugum Súsönnu. Það var eins og sjúklingur væri hjá lækni, hún tók þegar að lýsa með mörg- 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.