Heimilisritið - 01.11.1952, Side 49

Heimilisritið - 01.11.1952, Side 49
„Ætlarðu að halda þessum heimskupörum áfram þangað til í október?“ sagði frú Bunting. sagði hann, ,,sú er ætl- unin. En þetta er ekki eins auð- velt og það virðist. Eg er ekki viss um að húsbóndi minn sé alveg ánægður með mig. Eg hef gert nokkrar skyssur, sem hefðu verið skilyrðislaus brottrekstrar- sök hjá mínu eigin starfsfólki. í gær gaf ég konu skakkt til baka, og um daginn velti ég um koll stafla af lifrarkæfudósum. Ég rak olnbogann í hann og dósirnar ultu út um allt gólf, meðan fólk var í búðinni. Ef eitthvað líkt þessu hefði skeð í mínum búðum, hefði verið haldinn forstjórafund- ur um málið.“ Hann fékk sér sígarettu úr litlum pakka af al- gengri tegund. Frú Bunting hryllti við. Þetta var mjög ódýr tegund. ,,Eg held nú að ég viti, hvers vegna sendisveinninn glotti,“ sagði hann. ,,Svo?“ sagði frú Bunting. ,,Hver var ástæðan ?“ ,,Hann glotti að því öllu,“ sagði Bunting. ,,Þér getur ekki verið það al- vara,“ sagði frú Bunting, ,,að þú ætlir að vera hér áfram.“ ,,Ég veit það svei mér ekki, vina mín,“ sagði hann. ,,Það er ekki gott að segja. I gærkvöldi vann ég að áætlun um að stækka fyrirtækið, Matvörubúð Young- mans, skilurðu — að skipuleggja hana betur og stofna útibú. Það er reglulega gaman að gera slíkar fyrirætlanir aftur — eftir að hafa ekki gert annað í mörg ár en að skrifa nafnið sitt undir bréf. En ég hef ekki tekið endanlega á- kvörðun. Tímarnir eru orðnir svo erfiðir. En ég skemmti mér prýði- lega.“ ,,Eg hef engum sagt, hvar þú ert.“ ,,Nei, því trúi ég vel. Ef ein- hver spyr, geturðu sagt að ég hafi farið til Suður-Frakklands í frí, eða hvað sem þú vilt.“ Frú Bunting tók þungt and- varp. ,,John, heldurðu ekki að þú ættir að tala við lækni?“ ,,Það væri til einskis,“ sagði Bunting. ,,Hann myndi bara taka fimmtíu krónur og segja mér, að ég ætti að fara að leika golf. Eg byrjaði á golfi fyrir tólf árum, og hvað hefur það gagnað ?“ Þau ræddu saman áfram. Hann hlustaði hógvær á hana, en hélt fast við sitt, og svo fylgdi hann henni á stöðina. Matartíminn hans var búinn, og það var föstu- dagur. A föstudögum var mikið að gera. FRU Bunting fór heim, og í þrjá daga sagði hún þjónustufólk- inu skröksögur og símaði skrök- NÓVEMBER, 1952 47

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.