Heimilisritið - 01.11.1952, Síða 28
hópi þessa fólks (Edison var „vatns-
bcri“), svo og skálda og leikritahöfunda
og — framar öllu — ílugmanna.
Konurnar hafa óvenjulega mikið hug-
myndaflug og eru gefnar fyrir féiags-
líf og skipulagsstörf. — Það sem þjáir
þetta fólk: taugatruflanir og veilur í
fótum, einkum fótleggjunum.
*
Fólk fætt 20. febr. til 20. marz.
PISCES — fiskamerkið. Sagt er, að
þessu merki ráði bæði Jú-píter og Sat-
úrnus. Fiskarnir tákna viðkvæmni. Ein-
kenni þessa fólks er blíða, vinsemd, frið-
semi og tilhliðrunarsemi. Oft eru „fisk-
arnir“ óánægðir og þunglyndir, og þrátt
fyrir þrekleysi sitt geta þeir verið tals-
vert þráir. Þeir eru óhemju heppnir í
peningamálum, hafa rnargjr yndi af
hijómlist, og þeir cru gæddir stærðfræði-
gáfum (prófessor Einstein er ,,fiskur“).
Það er eitthvað í fari þessarar mann-
tegundar fjarskylt þessúm heimi. Þeir
eru oft beinvaxnir, hafa þunnt, fíngert
hár og stór, gljáandi augu. Konurnar
eru oft undrafagrar. Þær dansa vel, en
eru erfiðar í sambúð, þar eð þær að jafn-
aði eru óánægðar og afbrýðisamar.
Fólk þessa merkis hefur veiklaða fæt-
ur og ekki sterk augu.
ÁSTARSAGA
Þau dönsuðu á Ffótel Borg og hann ók henni heim á eftir. Á leiðinni
í bílnum tók hann utan um hana og hvíslaði í eyra hennar: „Astin, ég
elska þig, bara þig. Segðu iíka að þú eiskir mig. Ég er kannske ekki
eins ríkur og hann Alli Bjöms. Ég á kannske ekki bíl cins og hann
Alli Björns, og ég get kannske ekki eytt eins miklu í óþarfa og hann,
en ég elska þig svo að ég gæti gert allt í hejminum fyrir þig.“
Tveir mjúkir, hvítir armar smeygðust um háls honurn, og tvær rauð-
ar, þrýsmar varir hvísluðu í eyra hans: „Elsku, kynntu mig fyrir hon-
um Alla Björns.“
DRYKKFELLDI EIGINMAÐURINN
Maðurinn hcnnar kom oft heim drukkinn, og hún var orðin þreytt
á að fárast yfir því.
Eitt kvöldið einsetti hún sér að gera hann hræddan. Þegar hún hevrði
hann skrönglast upp stigann, lét hún slæðu fyrir andlitið og tautaði:
„Ég er djöfullinn. Ég cr djöfullinn."
„Jæja,“ sagði hann, „má ég taka í höndina á þér, elsku vinurinn —
ég er kvæntur systur þinni!“
26
HEIMILISRITIÐ