Heimilisritið - 01.11.1952, Side 67
SPURNINGAR OG SVÖR
(Framh. af 2. kápus'tðu)
matmálstímum á að láta scm ekkert sé,
þótt barnið leifi af diskinum, og láta
það fremur svelta en að vera að fjasa
út af því að það borði ekki. Ef nýfætt
systkini er orsök erfiðleikanna, skal þess
gætt að láta eldra barnið njóta eins góðr-
ar aðhlynningar og áður, til þess að
koma í veg fyrir afbrýðisemi.
LJÓTT GÖNGULAG
„Mér hefur verið sagt, að ég hafi Ijótt
göngulag. Viltu gera svo vcl að gefa
mér ráð til aS lagfcera j>að?“
HIÐ sígilda ráð vjð því, er að æfa sig
í að ganga með þunga bók ofan á höfð-
inu. Reyndu það nokkrar mínútur á dag.
Þegar þú ert á gangi, skaltu svo hugsa
þér að bókin sé enn á höfðinu og að
þú megir ekki láta hana detta. Sveifl-
aðu fótleggjunum frá mjöðmum eins og
pendúlum, lyfm bnngunni, spenntu
fram neðstu hryggjarliðina, sveiflaðu
handlcggjunum eðljlcga og vcndu þig
á að láta fæturna vita beint fram.
ÁSTASORG
Sp.: Fyrir næstum tveimúr árum
kynntist ég stúlku. Við felldum hugi
saman, opinbemðum og fórum að búa
saman á hcimili mínu, til bráðabirgða.
Og við eignuðumst yndislegt barn sam-
an. En nýlega snen hamingjan baki
við mér. Stúlkan fór frá mér með dótt-
ur okkar, sem nú er orðin ársgömul, og
síðan hef ég verið í öngum mínum. Ég
elska hana, og aldrei heitara en nú.
Ástæðan fynr því að hún fór, var óregla
mín. Ég hef allgóðar tekjur og drckk
rneira cn góðu hófi gegnir, þótt ég
stundi atvinnu mína sómasamlcga. Ég
veit að ég get vel sagt skilið við Bakkus,
n það þorir hún ekki að treysta á. Hins-
vegar veit ég fyrir vfst, að hún cr ekki
með öðrum manni. Hvað á ég að gera?
Við vorum búin að tala svo mikið um
framtíðarheimili okkar. Ég þrái ckkert
eins og að fá þau aftur til mín. Held-
urðu að þetta geti lagazt? — H.
Sv.: Ertu sannfærður um að stúlkan
elski þig og langi til að giftast þér, jafn-
vel þótt þú hættir að drekka? Það er ég
ekki, þér að segja. Ástfangnar stúlkur
sjá ástvin sinn venjulega í svo fegrandi
Ijósi, að þær geta fyrirgefið honum næst-
um allt. — En sýndu henni það svart
á hvítu, að þú sért hættur að drekka.
Gakktu til dæmis í stúku. Leggðu fyrir
stóra fjárhæð af kaupinu þínu mánaðar-
lega og gerðu áætlun um framtíð þína
— hvenær þú treystir þér að stofna eig-
ið heimili, hvernig þér muni takast það
o. s. frv. Talaðu við hana um þetta, og
lofaðu henni við drengskap þinn að
bregðast ekki trausti hennar, cf hún
vilji reyna þig að nýju. Bentu henni á,
að það sé barninu fyrir beztu, að vcra á
heimili foreldra sinna. Þetta og margt
fleira væri reynandi fyrir þig. Og ef hún
elskar þig, er ég sannfærð um, að hún
hikar ekki við að flytja til þín aftur.
FALLEG HÚÐ ÓSKAST!
Svar til „Gunntt": — Hreinsaðu húð-
ina á hverju kvöldi vandlega upp úr
feitu kremi. Láttu það vera nokkra stund
á húðinni og þurrkaðu það svo af. Ef
húðin er þurr, á að nudda hana upp
úr nærandi næturkrcmi. Sé hún feit, á
að baða hana upp úr spritti eða brcnni-
steinsblöndu. Þvoðu þér á hverjum
rnorgni upp úr volgu, soðnu vatni. Á
efrir er ágætt að gefa sjálfri sér 20
snarpa kinnhcsta. Þvoðu þér vikulcga
upp úr agúrkusafa, sem þú vindur úr
rifnum agúrkum í þunnum klút. Næg-
ur svefn og útivera er nauðsynlegt fyrir
Ns-
Eva Adams