Heimilisritið - 01.11.1952, Síða 62
höfum ekkert sagt, sem þér hefð-
uð ekki mátt heyra! Ég meina í
sambandi við, að þið ætlið að
látast vera hjón. Mér finnst það
líka allt í lagi — og voða róman-
tískt, er það ekki ? Að sofa í sama
herbergi, á ég við, með karl-
manni, sem ekki er eiginmaður
manns . . . og, jæja, kemur bara
fram eins og vinur — þér vitið
hvað ég á við. Alveg eins og í
bíó. En getur ekki verið að þið
— ja, segjum — freistið drottni
ykkar heldur um of, elskan?“
Katrín vissi naumast hvaðan á
sig stóð veðrið, en gat þó stunið
fram: ,,Kári hefur þá sagt ykkur
allt.“
Hún hafði strax komið eins og
ofan af fjöllum, þegar hún var á-
vörpuð ,,ungfrú Jones.“ Og hvað
átti þessi kvenmaður við með því,
að tala um ,,í sama herbergi“ ?
Kári hafði fullyrt við hana, að í
þeim efnum væri ekkert að óttast.
En samt gat hún ekki varizt því
að roðna. Sem betur fór var
skuggsýnt í forstofunni. Það lá
við að hún ryki burt frá öllu sam-
an. Hvers vegna skyldi hún fara
að hætta sér út á þann hála ís,
sem þessi kona var að dylgja
um ? Hví ekki að segja þeim hver
hún var ? Láta senda eftir móð-
ur sinni, ef þess gerðist þörf, til
þess að staðfesta framburð henn-
ar. Þá'neyddist hún til að gera
öll hin hlægileg. En hún hafði
enga löngun til að hlæja að Kára.
Þá yrði bundinn endi á kunnings-
skap þeirra. Hún myndi neyðast
til að fylgja móður sinni eftir
hóteli úr hóteli og borg úr borg
eins og áður, og Kári myndi ef
til vill aldrei ná erfðaréttindum
sínum. En varðaði það hana
reyndar nokkru ? Hún minntist
hans skyndilega við stýrið á
gömlu sæbörðu skútunni, star-
andi á hana brosandi augum.
Rödd hans endurómaði í hug
hennar, þegar hann sagði djúpri
rödd, með ofurlitlu nefhljóði:
,,Halló, ljúfan! Það er ekki
skömm að þér í dag.“
,,Komið þér inn og heilsið
manninum mínum," sagði trú
Wyman. ,,Svo eigum við ein-
hverja hressingu, og rúmið er í
lagi. Eg býst ekki við, að þið
viljið byrja að leika hjón í kvöld,
er það ?“ Hún brosti og deplaði
öðru auganu til Katrínar eins og
hún vildi segja : ,,Það þýða eng-
in látalæti við mig.“
Eiríkur Wyman kom inn með
vínföng, og þótt allir hefðu áður
fengið hressingu, gengu samræð-
urnar skrykkjótt. Meðan frú \X y-
man var uppi að útbúa rekkjurn-
ar og Eiríkur fór út til að setja
bílinn sinn inn, gátu þau Kári og
Katrín talað saman einslega.
(Frh. í nœsta hefti).
60
HEIMILISRITIÐ