Heimilisritið - 01.11.1952, Qupperneq 47

Heimilisritið - 01.11.1952, Qupperneq 47
..Hvernig stendur á því að þú hefur fengið þessar furðulegu hugsanir í höfuðið ?“ spurði frú Bunting. ,,Er það af því þú ert fimmtíu og sex ára í dag?“ „Nei,“ svaraði Bunting, ,,það er af því ég sá sendisveininn glotta í gær.“ ,,Glotta?“ sagði frú Bunting. ,,Að hverju ?“ ,.Það er stóra spumingin,” sagði Bunting. Hún lagði handlegginn um hálsinn á honum og ýfði hár hans. Fyrir þrjátíu árum hafði það ávallt komið honum í gott skap. ,,Allt í lagi,“ sagði hún. ,,Við förum til Linfield í dag.“ ,,Nei, það gerum við ekki,“ sagði Bunting, og svo gekk hann inn í baðherbergið og klukku- stund síðar fór hann. Þjónninn opnaði hurðina fyrir honum alvarlegur á svip. Ein- kennisklæddi maðurinn við inn- gangsdyr aðalskrifstofunnar opn- aði fyrir honum alvarlegur á svip. Einkaritarinn opnaði dyrnar að skrifstofu hans með alvörusvip. ,,Uha,“ sagði Bunting. Og svo bætti hann við: ,,Nei, hvort ég vil.“ Hann fór ekki til Linfield þennan dag. Hann hafði ekki geð í sér til þess. Hann þoldi ekki að sjá útibú Buntings, og það var eitt í Linfield. 1 stað þess fór hann til baðstaðarins White- sands. Hann hafði heyrt talað um Whitesands, en aldrei komið þar og hann valdi þann stað, af því að hann vissi að þar hafði hann ekkert útibú. Það hafði verið ætlun hans að vera þar aðeins einn dag, en hann varð of seinn að ná lestinni um kvöldið. Þá sneri hann aftur í litla gistihúsið, þar sem hann hafði fengið inni. Hann símaði heim, talaði við húsbrytann og bað hann um að skila því til frú Bunting, að hann hefði tafizt og myndi hringja til hennar á morgun. Daginn eftir var hann ekki í skapi til að hringja. 1 stað þess keypti hann sér póstkort og skrif- aði: ,,Hef - tekið mér smáfrí. Skrifa seinna.“ Svo gekk hann út, keypti sér ódýran dökkan sumarjakka, hvíta strigaskó og gamaldags hatt, svo að enginn gæti séð það á honum, að hann væri auðkýfingur, sem ætti verzlunarútibú um allt land. Og hann tók herbergi á leigu í gistihúsinu í eina viku. Hann ráf- aði um fjöruna þennan dag og daginn eftir, rabbaði við bæjar- búa og hugsaði ekkert um ,,Bun- ting“. Síðdegis varð honum litið á auglýsingu í bæjarblaðinu. NÓVEMBER, 1952 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.