Heimilisritið - 01.11.1952, Side 60

Heimilisritið - 01.11.1952, Side 60
var það eitthvert algengasta, enska ættarnafnið. En hann missti þó ekki móðinn og hélt á- fram : ,,Já, Katrín — hm — Jon- es. Hún fékk að vera með frá Perrier. ÞaS er prýðisstúlka. (GuS fyrirgefi mér, hugsaSi hann. Alitleg, vaskleg og dreng- lynd stúlka, en var hægt aS kalla atvinnuþjóf prýðisstúlku ?). Og þar að auki var hún samskipa / «* mer. ,,Já, skiljanlega,“ sagði frú Wyman alúðlega, en Kári heyrði á raddhreimnum, að hún trúði hónum mátulega vel. ,,Og hún ungfrú — hm — Jones,“ hélt hún áfram, og Kára gramdist, að hann heyrði votta fyrir glettni í röddinni, ,,er hún ennþá um borð ?“ ,,Nei, ég sótti hana áðan. Hún er frammi í forstofu. Mér var að detta í hug“ — hann varð dálítið vandræðalegur — ,,hvort ég mætti leyfa mér að fara þess á leit, að hún yrði hér í nótt ? ÞaS er nefnilega það — ég sagði henni, hvernig ástatt var hjá mér — að ég væri að reyna að komast inn í Oakland Park — og um aug- lýsinguna — og hún hefur lofað“ — hann hikaði enn einu sinni — ,,lofað að hjálpa mér út úr þessu.“ ,,Þú meinar, að Katrín Jones hafi lofað að leika hlutverk eigin- konu þinnar ?“ spurSi Eiríkur Wyman umbúSalaust. ,,Já.“ Hinn dökki hörundslitur Kára varð enn dekkri. Hann vissi nánast ekki, hvernig hann átti að orða það. ,,ÞaS var ákaflega fal- lega gert af henni.“ ,,Mjög fallega,“ sagði Eiríkur í skringilegum tón. ,,En“ —hann þagnaði — ,,mér hefði dottið í hug að þetta gæti orðið — ja — varhugavert, svo ekki sér meira sagt.“ Kona Wymans rak upp léttan hlátur. „Elsku Eiríkur, mikiS get- urðu verið gamaldags! Nútíma stúlkur láta sér ekki detta í hug, að það sé neitt við það að athuga, þótt þær þykist vera eiginkonur einhvers. Nei, ástin, þeim finnst það þvert á móti spennandi! Eg veit alveg, að Katrínu finnst það svoleiðis.“ Kári sagði gremjulega.: ,,Eg held að konan þín skilji þetta ekki rétt, Eiríkur. Katrín gerir þetta einungis í vináttuskyni, vegna þess að ég — eh — gerði henni greiSa og — ,,AuSvitað.“ Frú Wyman tók fram í fyrir honum með sama, létta, kjánalega hlátrinum. ,,Ef ég sagði eitthvað, meinti eg ekk- ert, var það, Eiríkur ? Eg meinti bara — ja —- fólk er hætt að vera svo mjög formlegt. Og smávegis, eins og það, að piltur og stúlka 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.