Heimilisritið - 01.11.1952, Side 54

Heimilisritið - 01.11.1952, Side 54
verður bikarinn borinn að vörum þér, en ckki meir; örlögin eru þér ekki vilholl. TRÉ. — Að sjá blómgað og laufgað tré í draumi þínum er fyrir auði og góðri framtíð. Klifra í tré boðar upphefð, eftir því meiri sem þú klifrar hærra upp tréð, en veitist þér það erfitt máttu búast við erfiðleikum á leið þinni til fjár og frama. Fella tré: Tjón. Kljúfa tré: krankleiki. Detta úr tré: atvinnumissir. Visjð tré: óbamingja. Brjóta grein af tré: slys. Það cr mjög góður draumur, að ganga um laufgaðan skóg í fylgd með öðrum. Furu- eða grenitré boðar dreymandanum mikið lán, en getur eirinig verið einhverjum nákomnum fyrir yfirvofandi hættu. — Sjá Skógnr. TROMPET. — Ef þig dreymir, að þú heyrir leikið á trompet, boðar það veikindi á bcimili þínu og jafnvel dauða áður en tvö ár eru liðin. TRÚARBRÖGÐ. — Alla drauma varðandi trúarbrögð má taka scm að- vörun fyrir dreymandann, um að hann megi gæta sín á fólki, er hcfur í hyggju að svíkja hann. TRÚLOFUN. — Dreymi þig að þú trúlofist, þegar þú ert ólofuð cða ólof- aður, muntu brátt mælast til eða fá tilmæli um að bindast, með hjóna- band fyrir augum. Trúlofunarhringur í draumi táknar hinsvegar, að þú lendir f ástarævintýri, hvað sem öðru líður. TRUMBA. — Að heyra trumbuhljóm í draumi er fyrirboði þjóðfélagslegra vandamála eða hræðilegra frétta. TÚN. — Grænt og ræktarlcgt tún er fyrir glæsilegri framtíð, en sé það þýft og óræktarlegt, er það gagnstæður fyrirboði. Sumir segja að draumur um gróskunnkil tún með miklu af þurri töðu, boði snjó og frost að vetrarlagi, en tún með mykju viti á votviðri. TUNGA. — Dreymi þig að tunga þín sé hvít að sjá, mun rógur á þig borin(n). Virðist þér tungan hinsvegar rauð og heilbrigð, er það fyrir góðu umtali um þig. TUNGL. — Að dreyma fullt tungl boðar oft skjóta giftingu og er sérlega gott fyrir ekkjur, en sjómönnum er það fyrir skipbroti eða hrakn- ingum, og glæpamönnum fyrir því að uppvíst verður um myrkraverk þeirra fyn- en varir. Yfirleitt veit það á gleði, fé og góða framtíð að sjá bjart tungl í draumi, en sé það minnkandi, hálft eða skert, bleikt eða blóðlitað boðar það óþægindi eða hryggð. Mörg tungl á lofti boða lífshættu, og tunglmyrkvi dauðsfall cinhvers nákomins. Fullt tungl boðar lán í verzlun, iðnaði og búskap. TUNNA. — Að dreyma tóma tunnu er fyrir erfiðleikum og niðurlagi, en full tunna boðar hinsvegar árangursríkar fyrirætlanir. (Framhald í ruesta hefti). 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.