Heimilisritið - 01.11.1952, Side 57

Heimilisritið - 01.11.1952, Side 57
,,ætti þetta bónorð þitt að geta hjálpað mér til að hylja spor mín betur en flest annað. Hver myndi leita að mér, víÖkunnum skart- gripaþjóf, starfandi sem eigin- kona hallarbryta á gömlu, ensku höfðingjasetri ? Kannske“ — rauÖar varir hennar opnuðust skyndilega brosandi og gamla hrekkvísin skein úr brúnum aug- um hennar — ,,kannske,“ endur- tók hún, ,,tekst mér að komast í einn eða fleiri peningaskápa hérna. Jafnvel tekst mér að finna erfÖaskrá frænda þíns, sem gerir þig að einkaerfingja alls góss- ins, í peningaskápnum, sem geymir ættardýrgripina." Hann hristi hana duglega. ,,Hættu þessum kjánalátum, Kat- rín. Ef þú ætlar að hjálpa mér við þetta, verSum viS að tala okk- ur saman um hvað gera skal.“ Hann sleppti tökum á öxlum hennar, en hafði ekki augun af henni. ,,Hugsarðu ekki um annað en það, hvaða gagn þú getur haft af þessu ?“ ,,Hvernig veiztu hvort við fá- um vinnuna, þó viS nú sæktum um hana?“ spurði hún rólega. ,,ViS verðum að láta það ráð- ast. Eftir því sem frú Wyman segir, þá er ekki auðhlaupiS að því að fá hjón í vist, og ég ætla að láta hana gefa okkur fyrsta flokks skrifleg meÖmæli. Þú átt aS vera þjónustustúlka.“ Hann glotti ,,Kanntu nokkuð í þeim efnum ?“ ,,Ég veit hvernig súpuskeiðar líta út, og þú viðurkennir aS ég geti búið upp rúm.“ ,,Já, nú rámar mig í það. Þú læröir að búa um, því þú bjóst alltaf upp rúmið hennar mömmu þinnar, sem var svo vandlát með það, hún, sem var blómsölukona og dó þegar þú fæddist! ASalat- riðið er það, að þú \annt að leggja á borð og þú fyannt að búa upp rúm.“ ,,En hvað um þig?“ spurði hún. ,,Hvernig ert þú undir bryta- starfið búinn?“ Hláturinn blossaði í dimmblá- um augum hans. Hún dró ekki andann góða stund ; þessi glettn- issvipur fór honum svo frámuna- lega vel. ,,Eg skal viðurkenna, að hjarð- mennsku og sjómannalíf er ekki réttur undirbúningur fyrir bryta- starf, en ég man þá daga, þegar pabbi gamli átti nóg af pening- um; og ég veit að minnsta kosti hvernig á að skera niður kjöt. ,,ViS verðum að útvega okkur viðeigandi föt,“ sagði hún. ,,0g þau mega ekki vera of nýleg. Það gæti vakið tortryggni." ,,ViS útvegum okkur þau á morgun í næstu fornsölu — ég að minsta kosti. ÞaS gerir minna til NÓVEMBER, 1952 55

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.