Heimilisritið - 01.11.1952, Side 58

Heimilisritið - 01.11.1952, Side 58
með kvennaflíkur, þótt þær séu nýjar. “ ,,Og þetta fagra nefhljóð þitt, þegar þú talar, hvernig ætlarðu að leyna því?“ sagði hún mein- lega. Hann langaði til að taka í hana aftur, skrattakolluna þá arna. Astralski framburðurinn hans ætlaði að verða henni óþreytandi stríðnisefni. ,,0, ég kemst einhvern veginn frá því. Eg gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana."' ,,Þú gætir allténd sagt þeim, að þú sért afturganga sakamanns, sendur til að gera draugagang á ættarsetrinu.“ ,,Þá yrði ég að vera í hlekkj- um,“ sagði hann alvörugefinn. ,,Og ég býst við að þau kærðu sig ekki um að ég væri með glamr- andi hlekki, meðan ég framreiddi súpuna.“ Þeim var orðið léttara í skapi síðustu mínúturnar. Nú hlógu þau óþvingað. En þetta var einkenn- andi fyrir kunningsskap þeirra. Annað veifið glettust þau, hitt veifið töluðu þau alveg út frá hjarta sínu. Þau voru kunningjar, en þau voru líka andstæðingar, stundum jafnvel meira en það. Hann sagði upp úr þurru, og rödd hans var feimnisleg en þó jafnframt lítið eitt höst: ,,Hef- urðu nokkrar áhyggjur útaf — ja — út af þeim tilhögunum, sem við gerum, ef við fáum starfið ? Ég á við —“ hann roðnaði aftur — ,,þú veizt að þér er óhætt að treysta mér.“ Hún leit fast í augu honum. Ef hjartsláttur hennar hefur örfast, vissi hann það ekki. ,,Eg hef treyst þér undanfarna daga í bátnum, er það ekki ?“ ,,Jú, það er satt. En þetta —“ hann leitaði að orðum — ,,stund- um geta kringumstæðurnar orðið afleitar." ,,Já, það má reikna með því,“ sagði hún rólega. ,,Það getur ver- ið, að ég hafi gert sitt af hverju um ævina, en ég hef aldrei leikið hlutverk eiginkonu áður. En hvað um það“ — hún dró djúpt and- ann — ,,ég vil gjarnan reyna það.“ Það var aðdáunarylur í rödd hans, þegar hann svaraði: ,,Þú ert ágæt. Er ekkert, sem þú hræð- ist ?“ ,,Jú, til er það,“ sagði hún. ,,Eins og hvað ?“ spurði hann. „Lögreglan? Eða fangaklef- inn ?“ Hún skellti upp úr. ,,Nei, nei.“ Hvað myndi hann segja, ef hún skýrði honum frá, við hvað hún var 'hraedd. Lúxushótel; hefðar- fólk á borð við það, sem móðir hennar sóttist eftir að koma henni í kynni við; peningalausa menn, 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.