Heimilisritið - 01.11.1952, Blaðsíða 58

Heimilisritið - 01.11.1952, Blaðsíða 58
með kvennaflíkur, þótt þær séu nýjar. “ ,,Og þetta fagra nefhljóð þitt, þegar þú talar, hvernig ætlarðu að leyna því?“ sagði hún mein- lega. Hann langaði til að taka í hana aftur, skrattakolluna þá arna. Astralski framburðurinn hans ætlaði að verða henni óþreytandi stríðnisefni. ,,0, ég kemst einhvern veginn frá því. Eg gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana."' ,,Þú gætir allténd sagt þeim, að þú sért afturganga sakamanns, sendur til að gera draugagang á ættarsetrinu.“ ,,Þá yrði ég að vera í hlekkj- um,“ sagði hann alvörugefinn. ,,Og ég býst við að þau kærðu sig ekki um að ég væri með glamr- andi hlekki, meðan ég framreiddi súpuna.“ Þeim var orðið léttara í skapi síðustu mínúturnar. Nú hlógu þau óþvingað. En þetta var einkenn- andi fyrir kunningsskap þeirra. Annað veifið glettust þau, hitt veifið töluðu þau alveg út frá hjarta sínu. Þau voru kunningjar, en þau voru líka andstæðingar, stundum jafnvel meira en það. Hann sagði upp úr þurru, og rödd hans var feimnisleg en þó jafnframt lítið eitt höst: ,,Hef- urðu nokkrar áhyggjur útaf — ja — út af þeim tilhögunum, sem við gerum, ef við fáum starfið ? Ég á við —“ hann roðnaði aftur — ,,þú veizt að þér er óhætt að treysta mér.“ Hún leit fast í augu honum. Ef hjartsláttur hennar hefur örfast, vissi hann það ekki. ,,Eg hef treyst þér undanfarna daga í bátnum, er það ekki ?“ ,,Jú, það er satt. En þetta —“ hann leitaði að orðum — ,,stund- um geta kringumstæðurnar orðið afleitar." ,,Já, það má reikna með því,“ sagði hún rólega. ,,Það getur ver- ið, að ég hafi gert sitt af hverju um ævina, en ég hef aldrei leikið hlutverk eiginkonu áður. En hvað um það“ — hún dró djúpt and- ann — ,,ég vil gjarnan reyna það.“ Það var aðdáunarylur í rödd hans, þegar hann svaraði: ,,Þú ert ágæt. Er ekkert, sem þú hræð- ist ?“ ,,Jú, til er það,“ sagði hún. ,,Eins og hvað ?“ spurði hann. „Lögreglan? Eða fangaklef- inn ?“ Hún skellti upp úr. ,,Nei, nei.“ Hvað myndi hann segja, ef hún skýrði honum frá, við hvað hún var 'hraedd. Lúxushótel; hefðar- fólk á borð við það, sem móðir hennar sóttist eftir að koma henni í kynni við; peningalausa menn, 56 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.