Heimilisritið - 01.06.1953, Side 21

Heimilisritið - 01.06.1953, Side 21
opnaðu gluggann betur. Húsið er umkringt af lögregluliði, og ef þú kecnur nær mér en þrjú skref, æpi ég.“ ,,Mér er alveg sama, þó það væri umkringt af lífvarðasveit konungsins,“ sagði Bill og hjálp- aði henni inn um gluggann. ,,Ef bara orustuflugmaðurinn þinn er ekki með.“ ÞETTA var ekkert óvenjuleg stofa, og allt var mjög hreinlegt og snyrtilegt — messingsgrindin umhverfis arininn var gljáfægð. Þarna voru reykjarpípur á hillu, golfkylfur stóðu í einu horninu, á vegghillu stóðu nokkrar myndir, þar á meðal gömul, upplituð mynd af dreng og stúlku í forn- fálegu-rn hátíðabúningi. Þarna var ekki neitt óhugnanlegt að sjá. ,,Ég hef verið að velta því fyr- ir mér allan síðari hluta dagsins, hvað ég ætti að gera,“ sagði Bill. ,,Hvort ég ætti að hringja til þín eða fara heim til þín. Og svo á- kvað ég, að bezt væri að bíða til morguns, því þá tekur mamma þín þessu ef til vill skynsamleg- ar.“ ,,Hún getur ekki orðið nándar nærri eins skynsöm á morgun og dóttir hennar er í kvöld,“ sagði Elísabet. ,,Það er einungis af því, að ég elska þig, að ég kom til að sjá, hvað um væri að vera, en ég hætti samstundis að elska þig, ef það verður ekki upplýst full- \omlega, og svo flyt ég sennilega burt og bý í nýtízku fjósi ásamt Peter," ,,Gott,“ sagði Bill, ,,þá skal ég upplýsa það. Og á meðan finnst mér við ættum að fá okkur sopa. Jæja, hlustaðu nú á ! Reyndu að hugsa þér, að þú sért á sýningu, þar sem maður stendur uppi á leiksviði og kallar sig sjónhverf- ingamann og hefur einmitt lofað að leika afar slungið töfrabragð.” ,,Jæja,“ sagði Elísabet. ,,Til þessa hefur sýningin verið heldur daufleg, svo ég vona, að töfra- bragðið sé gott.“ ,,Það er það,“ sagði Bill. Hann hækkaði röddina dálítið. ,,Ebe- nezer, viltu koma með tvö glös af gin og appelsínusafa ?“ ,,Nú, svo þú varst efyfci einn,“ sagði hún. ,,N—nei, ekki alveg.“ Svo lukust dyrnar upp. Enginn kom inn. En tvö glös og flösk- ur komu. Þetta kom á bakka í um það bil meters hæð frá gólfi. Bakkinn sveif laglega í loftinu og hafnaði á miðju borðinu, án þess dropi færi niður. ,,Takk, Ebenezer,“ sagði Bill. Dyrnar lokuðust aftur, án þess nokkur sæist koma þar nærri. Elísabet læsti höndunum fast um stólbak. JÚNÍ, 1953 19

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.