Heimilisritið - 01.06.1953, Page 22

Heimilisritið - 01.06.1953, Page 22
„Ljómandi! Þetta var yfrirtaks bragð.“ ,,Það er bara ekki bragð,“ sagði Bill. ,,Srnakkaðu á glasinu. Það er ekki eitrað.“ ,,Lg verð að segja, að mér veit- ir ekki af því. Og viltu nú ekki vera svo góður að útskýra !“ „Seztu þá niður og láttu fara vel ucn þig,“ sagði Bill. ,,Þú hef- ur tekið þessu miklu betur en imamrna þín. En hlustaðu nú á: ,,Ég leigði þetta hús með hús- gögnum fyrir þremur árum. I tvo mánuði var ég að koma öllu fyrir, eins og ég vildi hafa það. Ég hafði enga trú á draugum, hafði aldrei farið á andafund, ekki einu sinni til spákonu. Ég vissi, að •margt er til, sem „heimspekina hefur aldrei dreymt um,“ en ég hafði engan áhuga á því. Þann 15. október var mestallt postulínið í húsinu mölbrotið. Það var sunnudagur, og það byrj- aði klukkan sex um morguninn á því, að tebolli, sem ég hafði drukkið úr, tókst á loft og flaug á arininn. Og svo frömdu glös og diskar og bollar sjálfsmorð til hægri og vinstri. Það stóð í einn klukkutíma. Þá var ekkert eftir annað en glerbrotin. Þetta kost- aði 15 sterlingspund, og ég var töluvert gramur. Ég hef aldrei séð ofsjónir — ekki svo mikið sem hvíta mús. En hér hafði ég séð anda í fullu fjöri. Þetta var byrjunin! A hverju kvöldi í heila viku var fjandinn laus. Brátt varð fátt eftir, sem hægt var að brjóta. Einu sinni var ekki nema ein rúða eftir í her- berginu þarna. Þegar búið var að brjóta allt, sem brjótanlegt var, var byrjað að kasta óbrjótanleg- um hlutum um herbergið. Ég get sagt þér, að Gög og Gokke hafa aldrei gert meiri ringulreið. Hver einasti hlutur í húsinu, innan við 10 kíló — um þá tölu hef ég full- vissað mig — var á ferð og flugi, kastaðist á gólf og veggi og út um gluggana og niður stigann, en aldrei var neinu kastað í mig. Hver einasti hlutur nema einn, og sá hlutur stendur þarna.“ Hann benti á myndina frá því um miðja 19. öld. Það voru drengur og stúlka, afar skrautlega klædd, og horfðu dálítið skelfd inn í myndavélina. , ,Ég vildi ekki láta í minni pok- ann, skilurðu. Kvöld eitt sat ég og las bók um burtrekstur anda, sem ég hafði keypt vegna þessa gauragangs. Ég skipti mér ekkert af því, þó eldskörungurinn flygi um stofuna eins og spjót — ég var orðinn svo vanur þessu. En allt í einu kom mér í hug, að myndin hefði aldrei hreyfzt. Ég stóð hranalega á fætur og kallaði til ,,hans“. Ég hafði lengi umbor- 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.