Heimilisritið - 01.06.1953, Side 49

Heimilisritið - 01.06.1953, Side 49
inni, og Francastoro gaf hinni nýju plágu nafnið syfilis. Siðaskiptin komust á, svarti dauði, inflúenza og svitasótt geisuðu yfir Evrópu, og Katrín af Medici hóf stríð á hendur Húgenottum og stofnaði til hinnar miklu slátrunar á St. Bartólómeusnótt 1572. Eins og áð- ur var sagt, var Paré hlíft vegna vináttu sinar við Katrínu, en öðr- um Húgenottalækni, Chamberlen, tókst að flýja til Englands. Nú erum við komin að árinu 1588, og synir þessa Chatmber- lens, þeir Peter yngri og Peter eldri, voru farnir að leggja stund á fæðingarhjálp og höfðu fundið upp fæðingartengurnar. * Chamberlen-bræðurnir leyndu uppfinningu sinni og reyndu að sölsa undir sig .ljósmæðrakennsl- una. Til réttlætingar þeirri kröfu héldu þeir því fram, að þeir gætu náð barni, sem aðrir hefðu gef- izt upp við. Þeir létu Pétri eftir hið vel geymda leyndanmál, en Pétur var sonur yngra bróðursins. Hann kunni töluvert fyrir sér, en hugsunarháttur hans var sam- bland af dygð þess, sem er frels- aður í sinni trú, og villukenning- um skottulæknisins. Eins og fað- ir hans og föðurbróðir gerði hann tilraun til þess að fá einkaleyfi á stjórn fæðingarhjálpar og ljós- mæðra en tókst það ekki. Leyndanmálið, sem Peter Cham- berlen grúfði yfir, voru þessar fæðingartengur, sem hann hafði erft eftir föður sinn og föðurbróð- ur. Hann lét þær eftir sonum sín- um, en þeirra merkastur var Hugh, 1630—1706. Leyndanmálið hélzt í fjölskyldunni, og með orð- um Hugh Chamberlen: ,,Faðir minn, bróðir og ég sjálfur (engir aðrir í Evrópu, að ég bezt veit) höfum með Guðs blessun og eig- in dugnaði komizt upp á lag með og iðkað lengi aðferð við fæðing- arhjálp, sem er mæðrunum ó- skaðleg sem og börnum þeirra." Hann hélt aðferðinni ennþá leyndri. Um það leyti, sem Hugh Cham- berlen samkvæmt venjurn for- feðra sinna reyndi til þess að fá yfirstjórn fæðingarhjálpar í Eng- landi, fór læknum mjög lítið fram í þessum efnum. Paré hafði haf- ið viðleitni, og accouc/ieur-titill sá, er Clement fékk, hafði fært þessari atvinnugrein fulla virð- ingu. Samt sem áður mætti fæð- ingarhjálp lækna mikilli and- stöðu. Þar sem ekki var um kon- unglegar fjölskyldur að ræða, gætti stundum óhemjulegs tepru- skapar gagnvart læknum af karl- kyni. Stundum urðu þeir að binda annan enda af laki um háls sér, hinn endann um háls konunnar, sem átti að fæða. Þótt bæði lækn- ir og sjúklingur hefðu fullt sjón- JÚNÍ, 1953 47

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.