Heimilisritið - 01.06.1953, Síða 63

Heimilisritið - 01.06.1953, Síða 63
því sem hann hafÖi dáðst að henni fyrir að halda honum í hæfilegri fjarlægð. Fyrir stuttu hafði hann lesið, að hún hefði í hyggju að giftast Jean de Seligny greifa. Þá hafði honum dottið í hug: ,,Jæja, ég þori að veðja, að það er móð- ir hennar, sem því stjórnar !“ Því allir vissu, að Seligny var bæði peningalaus og samvizkulaus, en hins vegar álitlegur og háættað- ur. En hann minnti, að ekkert hefði orðið úr brúðkaupinu. Hann rámaði í það, að því hefði verið aflýst á síðustu stundu. Hann mundi það ekki nákvæmlega, ekki einu sinni hvort blöðin höfðu getið þess. Hann leit neðar á síðuna og tók allt í einu viðbragð. Jean de Se- ligny var einnig kominn á Savoy Hótel. Jæja, hvað var á bak við það ? Var hann ennþá á eftir dótturinni, þrátt fyrir það, að gift- ingunni hafði verið afstýrt ? En þess var ekki getið, að dóttirin væri á hótelinu. Dalli kímdi. ,,Kannske hann sé á eftir móð- urinni, fyrst hann missti af dótt- urinni. Það væri ekki nema eftir honum.“ En hann hafði ekki tíma til frekari bollalegginga um Manton- fólkið, því lestarþjónninn kom »inn og tilkynnti honum, að næsti viðkomustaður væri Teeford. Hann fór því að bjástra við tvær stórar ferðatöskur, sem hann hafði meðferðis í sveitasæluna, þótt reyndar væri ekki búizt við honum nema til helgardvalar. 'K FRÚ MANTON, móðir Kat- rínar, hafði tekizt það með mesta sóma, að afstýra öllu blaðaum- tali út af hinu leyndardómsfulla hvarfi dóttur sinnar á brúðkaups- daginn. Hún vissi, að hneykslis- mál yrði hvorugri þeirra til hags- bóta, en hins vegar gæti það orð- ið þeim til stórkostlegs tjóns. Hún gaf það í skyn, að dóttir sín hefði skipt um skoðun á síðustu stundu og farið í kunningjaheimsókn til Englands. Hún taldi fréttasnötunum trú um, að hún hefði orðið of tauga- æst, eins og títt væri með ungar stúlkur. Of mikið af skemmtun- um og því um líku svona rétt fyrir brúðkaupsveizluna. Hún var viss um, að ást dóttur sinnar á Sel- igny væri óbreytt. Þau myndu hittast í Englandi og giftast í kyrrþey. En svo hafði hún farið að ótt- ast um Katrínu dóttur sína. Og eftir mikið umstang hafði Gústav gamli viðurkennt með tárin í aug- unum, að hann hefði hjálpað Kat- rínu til að flýja. ,,Hún var svo elskuleg,“ sagði hann klökkur, ,,þegar hún stóð JÚNÍ, 1953 61

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.