Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 19
í að minnsta kosti klukku-
stund slóst ég við þessa vængj-
uðu djöfla og bar linnulaust eðj-
una á andlit mér. En örar hreyf-
ingar mínar komu mér aðeins
til að sökkva dýpra. Axlir mín-
ar voru nú sokknar, og það var
aðeins með erfiðismunum sem
ég gat hreyft handleggina. Eft-
ir klukkustund myndi allt vera
búið! Það virtist óbærilegt að
bíða og geta ekkert aðhafzt, og
nú tók ég þá óhugnanlegu á-
kvörðun að gleypa eins mikla
eðju og ég gæti niður komið og
grafa andlit mitt síðan. Ég gat
ekki þolað óvissuna lengur. Ég
varð að binda endi á þetta!
En skyndilega fann ég eins og
þyt, sem lagði yfir aurbreiðuna.
Það fylgdi honum svali, er kom
moskitoflugunum til að draga
sig í hlé. Vindblærinn jókst, og
voldugur þrumublossi tendraðist
á himni. Óveður var að skella
yfir.
Ég fann blæinn standa í hári
mér. Og síðan regn! í fyrstu kom
það aðeins í dropatali, en andar-
taki síðar var sem hellt úr fötu,
og þrumuveðrið komst í al-
gleyming.
Blærinn varð að feiknaroki, og
flóðgáttir himinsins opnuðust
allar. Vatnið jókst brátt á yfir-
borði leirflæmisins og náði mér
strax upp í höku. Ég sá fram á,
að eftir tíu mínútur væri ég
drukknaður! Eg tók að telja sek-
úndurnar, og þegar liðnar voru
fimm mínútur náði vatnið mér
í munn. Fyrirvaralaus roka
sendi bylgju yfir mig, svo ég gat
vart náð andanum. Varla hafði
ég jafnað mig, þegar önnur
bylgja réðist á mig, svo ég var
næstum því kafnaður. Ég andaði
snöggt að mér, og hinn snöggi
andardráttur veitti mér nokkurn
lífsþrótt. Ég ákvað að selja líf
mitt eins dýru verði og hægt
væri . . . berjast til hinzta and-
artaks.
Ég hef alltaf iðkað íþróttir og
hef því mjög vel þjálfaðan og
sterkan líkama. Ég setti nú sér-
hvern vöðva í gang og gerði til-
raun til að snúa mér, jafnt því
sem ég reyndi að skaka mig
fram og aftur 1 mjaðmarliðun-
um. Þessi hreyfing jók enn von
mína, því nú losnaði eðjan að
nokkru leyti frá öxlum mínum.
Ég bugðaði mig eins og slanga,
og við það losnaði um handleggi
mína.
Regnvatnið, sem smám saman
saugst niður í eðjuna, var auð-
sjáanlega farið að leysa hana
upp og gera hana óþéttari. Lífs-
löngun mín jókst um allan
helming þegar ég hugleiddi
þetta. Nokkrum mínútum áður
hafði ég beðið til guðs um, að
MAÍ, 1955
17