Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 40

Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 40
klukkan níu.-Ef ég skyldi deyja það kvöld og á þeim tíma, vil ég að fólk fái að vita þetta, því það tekur af allan vafa um að hægt er að komast í samband við andaheiminn. Mary Harter. Frú Harter las skjalið, lagði það í umslag, lokaði því og skrif- aði utan á það. Svo hringdi hún á Elísabetu. — Elísabet, sagði hún þegar gamla þjónustustúlkan kom inn, — ef ég skyldi deyja á föstudags- kvöldið áttu að færa dr. Maynell þetta bréf. Og svo var það ann- að líka. Ég hef arfleitt yður að fimmtíu pundum, en mér finnst að þér ættuð að fá hundrað. Ef mér endist ekki aldur til að fara í bankann sjálf skal ég biðja Charles að gera það. Frú Harter stöðvaði tárvot mótmæli Elísabetar í fæðing- unni, eins og venjulega. Daginn eftir bað hún frænda sinn að sækja þessi fimmtíu pund í bankann, og spurði hann svo án nánari skýringa: — Hvað ætlarðu að gera á föstudags- kvöldið, Charles? — Ja, Ewings hefur eiginlega boðið mér að spila bridge heima hjá sér, en ef þú vilt heldur að ég verði heima, þá —. Alls ekki, sagi frú Harter ákveðin. — Ég vil einmitt helzt vera ein heima á föstudagskvöld- ið. Á föstudagskvöldið sat frú Harter að venju í bakháa stóln- um sínum við eldstæðið. Hún var viðbúin. Um morguninn hafði hún afhent Elísabetu fimmtíu pundin þrátt fyrir tár- vot mótmæli hennar. Nú velti hún fyrir sér aflöngu umslaginu, sem hún hélt á 1 hendinni og tók upp úr því samanbrotið skjal. Það var erfðaskráin, sem Hop- kinson, lögfræðingur hennar, hafði sent henni samkvæmt beiðni hennar. Að undanteknum nokkrum upphæðum til annarra ættingja runnu öll auðæfi henn- ar til hins heittelskaða frænda hennar, Charles Ridgeway. Hún leit á klukkuna. Þrjár mínútur eftir. Nú, hún var við- búin. Og hún var róleg — mjög róleg. Þótt hún endurtæki fyrr- nefnt orð hvað eftir annað með sjálfri sér, barðist hjarta henn- ar undarlega óreglulega. Hálf tíu. Viðtækið var opið. Hvað myndi hún heyra? Dauð- lega rödd, sem læsi upp veður- fregnir — eða hina fjarlægu, yf- imáttúrlegu rödd manns, sem hafði dáið fyrir tuttugu og fimm árum? En hún heyrði hvorugt. í stað þess heyrði hún hljóð, sem hún 38 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.