Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 30

Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 30
var dálítið þreytuleg meðan á kvöldverðinum stóð. Svona hélt þetta áfram. Rand- all bauð Kit alltaf líka, og Les- ley lét sér það lynda. Kit fékk ekki skilið móður sína. Þær höfðu sagt hvor annarri stríð á hendur, en fjandmaðurinn gerði aldrei árás. Menn fóru að tala um, að Lesley væri að reyna að gifta dóttur sína John Randall hinum auðga. En Lesley reyndi það alls ekki. Hún vissi, að það var óhjákvæmilegt. Randall var ástfanginn af Kit, og Lesley sá nú í fytsta skipti hvaða maður gæti orðið úr þessum sjálfselska náunga. Einn góðan veðurdag sendi Randall bílstjórann sinn með lítinn, þungan og þéttan böggul. í honum var sýnilega skart- gripaskrín. Lesley sat í dagstofu sinni og þóttist nú sjá sönnun þess, að æska og fegurð dóttur- innar hefði unnið sigur á móð- urinni. Vagn nam staðar fyrir utan, og andartaki síðar kom Kit inn. Hún hafði verið í reiðtúr og var glöð og blómleg. Hún bar fjólur í hnappagatinu á treyjunni. Hún gekk út að glugganum og veif- aði til einhvers, sem ók af stað í gömlum, hriktandi bíl. „Þarna er eitthvað, sem kom til þín áðan,“ sagði Lesley. Kit tók böggulinn og leysti hann upp. Þar var skrín, alveg rétt. Á mjúku fleueli lágu raðir af glitrandi gimsteinum og nafn- spjald Johns Randals. „Ég verð að fá að hitta yður í kvöld,“ stóð þar. ,.Þá biður hann þín,“ sagði Lesley skjótlega. Kit virti armbandið fyrir sér, þung á brúnina, en snerti það ekki. Hún leit á móður sína og sagði: „Hvað finnst þér um þetta, Lesley?1' Lesley leit upp eins og hún væri að taka á móti einvígis- áskorun. „Ég myndi giftast honum, ef ég væri í þínum sporum," sagði hún. Kit leit til hennar, settist hjá henni og tók utan um hana. Það var sem kökkur kæmi í hálsinn á Lesley við þessi vinar- hót. Hún minntist Kit eins og hún var fyrir mörgum árum, lítil telpa með liðaða lokka. „Ég skil þig ekki,“ sagði Kit. „Þegar ég kom hingað úr skól- anum, vildir þú ekkert með mig hafa. Ég hélt að þú elskaðir Randall, og þú hefðir getað haldið honum, hefðir þú kært þig um. En þú lagðir hann alveg upp í hendurnar á mér.“ Sér til mikillar skelfingar sá hún, að Lesley var farin að 28 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.