Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 67

Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 67
SPURNIN.GAR OG SVÖR. (Framhald af 2. kápusiðu). það getur hæglcga haft áhrif á þig í þá átt, að þú haldir að það sé hann, sem þú elskar. Ef þú ferð burtu og getur hugsað um báða mennina úr fjarlægð, muntu sennilega fljótt gera þér grein fyrir því, hvorn þeirra þú átt erfiðara með að vera án —- eða hvort þú getur kannske verið án þeirra beggja. SVÖR TIL ÝMSRA Það hafa streymt svo til mín bréfin að undanförnu, að ég er í hreinustu vandræðum með, hverjum ég á að svara og hverjum ekki. En mig langar til að gera hér nokkrum bréfritaranna stutt- orða úrlausn. Til ,,Þ“: — Vina mín, athugaðu það, að fyrr eða síðar þarftu að gefa upp nafnið á manninum, og hvers vegna ekki að gera föður þínum til geðs og segja honum það strax? Það breytir engu. Þú getur sagt honum það skil- merkilega um leið, að um hjónaband vérði ekki að ræða. Til „Sbeilu": — Auðvitað læturðu hjartað ráða í þessum efnum, en ckki vinkonur þínar. Þær meina heldur ekk- ert með þessum hótunum sínurn. Til „Lindu': Skrifaðu „Sveinafé- lagi hárgreiðslukvenna". Stjórn þess mun væntanlcga gcfa þér allar upplýs- ingar þessu lútandi. Til „Fjallastúlku“: — Þú scgist vera „föst fyrir sem steinn, þrá eins og sauð- kind og elska og hata af heilum hug“. Bravó fyrir þér! Þá skaltu beita þessari heilsteyptu skapgerð þinni til að koma þeirri grillu út úr höfðinu á þér, að þcssi trúlofaði maður, sem þú áttir ör- íáar ánægjustundir með, sé sá cini, sent þú munir nokkurn tíma elska. Ég skal ábyrgjast þér, að sá cini, rétti, á eftir að koma! Til .Jsnúllu':.— Þakka þér fyrir bréf- ið. Það gleður mig að ég gat ráðlagt þér heilt. — Segðu manninum þínum að stofna ckki hamingju heimilisins í voða með því að bjóða þessari gömlu vinkonu sinni heim til ykkar. Ef hann finnur að þér er svona illa við það, þá hlýtur hann að slíta alveg kunnings- skap sínum við hana, þótt honum kunni sjálfum að finnast það fáránlegt. Veit hann ekki að kvenfólk hefur sínar kenj- ar? Til „ASA— Blessaður sýndu unn- ustunni að þú hafir bcin í nefinu og segðu hcnni að hún gcti valið á milli þín og þcssarar furðulegu vinstúlku sinnar, sem gctur aldrei vitað af ykkur í einrúmi. Eg skil þctta ekki. Ég hélt að stúlkan þín hefði einmitt mesta löng- un til þess sjálf, að fá að mega vera ein með þér. Til „Ahyggjufullrar": — Þú getur fengið brintyfirilti í lyfjabúðum og bor- ið á dökku efrivararhárin. Þá lýsast þau og fölna. Til „Huldu": — Fyrst hann skamm- ast sín fyrir að dansa við þig á böllunt og vill ekki fara með þér út, held ég að þú ættir ekki að vera að púkka upp á hann. Látm hann sigla sinn sjó, áður en þú verður alltof háð honum, og leit- aðu þér félagsskapar við einhvern, sem þú gctur skemmt þér með og hefur ánægju af að glcðjast með þér. Eva Adams HEIMILISRITIÐ kemur út mánaðarlega. — Otgáfa og afgreiðsla: Helgafell, Veghúsastig 7, Reykjavík, sími 6837. — Ritstjóri: Geir Gunnarsson, Baldursgötu 9, Reykjavík, sími 5314. — Prentsmiðja: Víkingsprent, Hverfisgötu 78, sími 2864. — Verð hvers heftis er 10 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.