Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 42

Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 42
hjartaslagi og engum hafði kom- ið til hugar, allra sízt frænku hans, hve höllum fæti Charles hafði staðið. Fjárbrask og eyðslusemi höfu flækt hann í neti sínu og skuggi fangelsisins hafði þegar verið farinn að teygja sig í átt til hans. Ekkert gat bjargað honum^ ef honum lánaðist ekki að verða sér úti um stóra fjárfúlgu. Og nú var hann orinn auðugur maður. Um það efaðist hann ekki, því frú Harter hafi aldrei dulið hann þess hver ætti að erfa hana. Honum kom því ekki á óvart þegar Elísabet rak höfuðið inn um gættina og tilkynnti að herra Hopkinson vildi tala við hann. Það var mál til komið, hugsaði Charles, því hann hafði skrifað lögfræðingnum strax daginn eft- ir að frænka hans dó. Hann :stillti sig um að blístra og reyndi að gera sig alvarlegan á leið nið- ur í bókasafnsherbergið þar sem lögfræðingurinn beið hans. — Ég skildi ekki almennilega bréfið yðar, herra Ridgeway, sagði lögfræðingurinn og hóstaði þurrlega í lófa sinn. Þér virðist vera þeirrar skoðunar að erfða- skrá frá Harter sé í okkar vörzlu? Charles einblíndi á hann. — Já, auðvitað, ég hef sjálfur heyrt frænu mína tala um það. — Það mun vera rétt — erfða- skráin var hjá okkur þangað til á þriðjudaginn var, að frú Hart- er skrifaði okkur og bað okkur að senda hana til sín. Charles varð afar ónotalega við. — Erfðaskráin liggur að sjálf- sögðu einhvers staðar meðal skjala frú Harter sálugu, hélt lögfræðingurinn áfram í léttari tón. Charles þagði við. Hann hafði sjálfur leitað gaumgæfilega í skjölum frænku sinnar til að vera viss um að enga erfðaskrá væri þar að finna. Ekki fyrr en tveim mínútum síðar hafði hann náð svo góðu valdi á rödd sinni að hann gæti skýrt lögfræðingn- um frá því. — Hefur nokkur leitað 1 hirzl- um hinnar látnu? spurði lög- fræðingurinn. Charles svaraði, að Elísabet hefði gert það. Hopkinson bað um að fá að tala við Elísabetu. Jú, hún hafði farið höndum um fatn- að og hirzlur frúarinnar sálugu, en hún var viss um að þar væri enga erfðaskrá eða önnur verð- mæt skjöl að finna. Hún vissi vel hvernig erfðaskráin leit út — vesalings frú Harter hafði setið með hana í höndunum sama dag og hún lézt. — Eruð þér viss um það? 40 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.