Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 47

Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 47
meinsemd en útvortis. Kremið, sem þú notar á andlitið, skiptir ekki svo tniklu máli. Það er breytingin á kirtlastarfsemi lík- amans, þegar þú ert að verða að konu. Þetta er mikilvæg vit- neskja í baráttunni við þennan' húðsjúkdóm, sem við vonum að einhvern tíma verði hægt að lækna. Hvers vegna kemur þetta á mínum aldri? Ég held, að ég hafi þegar svar- að þessari spurningu að ein- hverju leyti. Fyrir unglingspilt eða stúlku er lífið þegar orðið erfitt. Læknar segja, að það sé tímabil „sálrænnar aðlögunar“. Það þýðir, að þetta sé tímabil vaxtar og þroska. Hjá stúlkunni fara eggjastokkarnir að þroskast og gefa frá sér hormóna, sem valda því að brjóstin stækka og líkaminn breytist. Flestir húð- sérfræðingar eru sammála um, að eitthvert samband sé á milli efnis þess, sem eggja-stokkarn- ir gefa frá sér, og bólótts hör- unds á þessu aldurskeiði. Margir húðsérfræðingar nota raunar hormóna við að lækna bólur á unglingsstúlkum. Þessir hormónar eru kallaðir ,,estro- genar.“ Á unglingsárum eru kirtlarnir í andlitinu, einkum svitakirtlarnir og hárræturnar, mjög viðkvæmir fyrir hormón- um þeim, sem eggjastokkarnir gefa frá sér. Því má segja, að á unglingsár- unum sé andlitið sérlega mót- tækilegt fyrir bólur. Þær stúlkur, sem eru sérlega slæmar í húðinni rétt fyrir tíð- ir og hafa bólur aðallega á hök- unni og neðri hluta andlitsins, væri kannske hægt að lækna með hormónagjöfum. En ég legg mikla áherzlu á það, Alice, að slíkt má aðeins reyna undir ná- kvæmu eftirliti læknis, annars getur það valdið alvarlegum veikindum. Engin stúlka skyldi taka hormónatöflur, sem vin- kona hennar notar. Þótt flestir húðsérfræðingar hafi ekki trú á, að geðshræring- ar valdi húðkvillum, halda sum- ir læknar, að taugaóstyrkur hafi slæm áhrif. Hvort ófullnægð kynþörf getur valdið truflun á kirtlastarfsemi, og þannig vald- ið húðkvillum, geta aðeins sér- fræðingar sagt um. Valda gerlar á hörundi þess- um kvilla? Raunar eru til tvær tegundir af þessum húðsjúkdómi. Það er til sú algengari, þar sem sárin eru ekki djúp, en eru efst í húð- inni eins og smá þrútin flugna- bit og verða síðar að fílapensum. MAÍ, 1955 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.