Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 12

Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 12
Filibert haldi framhjá þér?“ „Ertu frá þér! Hann er allt of latur til þess — og svo er hann nú enginn Adonis. Nei, Made- moiselle Seflory heldur sig að öðrum aðdáendum. Hún er bæði ung og falleg — já, og í nótt heyrði ég greinilega, að það var rosa knall inni hjá henni. Svefn- herbergi hennar er alveg hérna handan við þilið. — Hún fer aldrei á fætur fyrri en um há- degi og kemur seint heim, og þá smella kampavínstapparnir glatt . . .“ „Heyrðu, hm, heyrirðu aldrei eitthvað ennþá skemmtilegra?“ spurði Bertrand forvitinn. ,.Jú, hugsaðu þér bara, seinast í nótt, . . .“ Hringing kvað við frá dyrun- um. Claudette spratt upp og lagaði hárið á sér í skyndi. „Ef það væri nú Filibert!“ hrópaði hún óttaslegin. — „Kominn til baka.“ „En hefur hann ekki lykil?“ „Jú, en hann hringir kannske til að villa okkur. Feldu þig und- ir rúminu, Bertrand, fljótur nú . . .“ Bertrand hlýddi. Hann skreið í hvellinum undir rúmið. Claudette kom aftur að vörmu spori og var sem létt væri af henni þungu fargi. „Það var bara pípulagninga- maðurinn,“ sagði hún. „Pípurn- ar í baðherberginu eru eitthvað bilaðar. Þegar hann er búinn að gera við þær, kemst hann út sjálfur, ég sýndi honum hvernig á að opna hurðina fram. Stúlkan á frí í dag. — Komdu, ástin mín . . .“ Claudette þrýsti sér upp að Bertrand, titrandi af sælu. Tjöldin fyrir gluggum og svala- dyrum voru dregin niður. Bert- rand rétti út höndina og slökkti ljósið. „Nú gleymum við öllum heim- inum,“ hvíslaði Claudette. „Mon chére, je t’aime — ég elska þig — elska þig . . .“ Á þessari sælunnar stund heyrðu þau allt í einu, að dyr voru opnaðar og þung skref nálguðust í ganginum — og komu að dyrunum hjá þeim. „Almáttugur — Filibert!“ hvíslaði Claudette óttaslegin. „Ég heyri á fótatakinu, að það er hann. Flýttu þér undir rúmið aftur, elskan, eða út á svalirn- ar, það er ennþá betra.“ Hún opnaði svaladyrnar í snatri og fleygði frakkanum hans og hattinum á eftir, en hann hafði, til allrar hamingju, tekið það með sér inn. Svo ýtti hún honum umsvifalaust út, lok- aði hurðinni á eftir honum og 10 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.