Heimilisritið - 01.05.1955, Qupperneq 12
Filibert haldi framhjá þér?“
„Ertu frá þér! Hann er allt of
latur til þess — og svo er hann
nú enginn Adonis. Nei, Made-
moiselle Seflory heldur sig að
öðrum aðdáendum. Hún er bæði
ung og falleg — já, og í nótt
heyrði ég greinilega, að það var
rosa knall inni hjá henni. Svefn-
herbergi hennar er alveg hérna
handan við þilið. — Hún fer
aldrei á fætur fyrri en um há-
degi og kemur seint heim, og
þá smella kampavínstapparnir
glatt . . .“
„Heyrðu, hm, heyrirðu aldrei
eitthvað ennþá skemmtilegra?“
spurði Bertrand forvitinn.
,.Jú, hugsaðu þér bara, seinast
í nótt, . . .“
Hringing kvað við frá dyrun-
um.
Claudette spratt upp og lagaði
hárið á sér í skyndi.
„Ef það væri nú Filibert!“
hrópaði hún óttaslegin. —
„Kominn til baka.“
„En hefur hann ekki lykil?“
„Jú, en hann hringir kannske
til að villa okkur. Feldu þig und-
ir rúminu, Bertrand, fljótur
nú . . .“
Bertrand hlýddi. Hann skreið
í hvellinum undir rúmið.
Claudette kom aftur að vörmu
spori og var sem létt væri af
henni þungu fargi.
„Það var bara pípulagninga-
maðurinn,“ sagði hún. „Pípurn-
ar í baðherberginu eru eitthvað
bilaðar. Þegar hann er búinn að
gera við þær, kemst hann út
sjálfur, ég sýndi honum hvernig
á að opna hurðina fram. Stúlkan
á frí í dag. — Komdu, ástin
mín . . .“
Claudette þrýsti sér upp að
Bertrand, titrandi af sælu.
Tjöldin fyrir gluggum og svala-
dyrum voru dregin niður. Bert-
rand rétti út höndina og slökkti
ljósið.
„Nú gleymum við öllum heim-
inum,“ hvíslaði Claudette. „Mon
chére, je t’aime — ég elska þig
— elska þig . . .“
Á þessari sælunnar stund
heyrðu þau allt í einu, að dyr
voru opnaðar og þung skref
nálguðust í ganginum — og
komu að dyrunum hjá þeim.
„Almáttugur — Filibert!“
hvíslaði Claudette óttaslegin.
„Ég heyri á fótatakinu, að það
er hann. Flýttu þér undir rúmið
aftur, elskan, eða út á svalirn-
ar, það er ennþá betra.“
Hún opnaði svaladyrnar í
snatri og fleygði frakkanum
hans og hattinum á eftir, en
hann hafði, til allrar hamingju,
tekið það með sér inn. Svo ýtti
hún honum umsvifalaust út, lok-
aði hurðinni á eftir honum og
10
HEIMILISRITIÐ