Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 9

Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 9
Skartið í skítnum SEM EINFALT dæmi má taka aðferðina, sem fornfræðingar nota, þegar þeir grgfa upp rúst- ir borgar, sem löngu hefur lagzt í rústir og sem engar skráðar fásagnir finnast af. ímyndum okkur að nálægt þorpi sé sorp- haugur, sem þorpsbúar hafi fleygt úrgangi í öldum saman. Úrgangurinn inniheldur ekki að- eins matarleifar, heldur einnig brotin húsgögn og tæki, potta og pönnur o. s. frv. ásamt göml- um beinum. Ef þessi sorphaug- ur hefur verið látinn óhreyfður, þá komum við fyrst niður á úr- ganginn frá í gær, þegar við gröfum niður í hann, og síðar frá síðustu viku, mánuði, ári og þannig afturábak í gegnum ald- irnar þar til við loks komumst að þeim tíma er þorpið var stofn- sett neðst á botni haugsins. Ef nú innihald haugsins er tekið varlega upp, eftir því sem lög hans segja til, og innihaldi laganna raðað í þeirri röð, sem þeim var fleygt, þá er hægt að öðlast meira eða minna skýra mynd, ekki aðeins af sögu þorps- ins, heldur einnig af siðum, venjum, starfsemi og listum í- búanna á hinum ýmsu tímum. Á beina- og matarleifum er hægt að sjá hvaða tegundir hús- dýra og hvaða matartegundir íbúarnir höfðu. Hvernig þeir klæddust, hvaða efni þeir not- uðu í áhöld og verkfæri, hvenær ný tæki voru fundin upp og hvenær þau eldri lögðust niður, öllu þessu er hægt að komast að; og ef lögunum er raðað í tíma- röð er hægt að dagsetja þessar breytingar nákvæmlega sam- kvæmt tþæatalinu, sem jarðlaga- röðin skapár. Ef við getum ákveðið árabilið, sem hvert lag var að myndast, þá er ennfremur hægt að breyta þessu tímabili í ártöl, og segja t. d., að krukkuleifar, sem finn- ast í fjórða til sjötta lagi, hafi verið notaðar á tímabilinu frá því fyrir sex hundruð til fjögur hundruð árum. Það er einnig hægt að nota tímaröðina til að dagsetja hluti, sem eiga upptök sín á allt öðrum stöðum, því ef einn hlutur samsvarar öðrum, þá er hægt að segja að þeir séu báð- ir frá sama tíma. Þegar verið er að dagsetja leif- ar frummanna, þá er sama að- ferðin notuð, að því undan- skildu, að það er aðeins á seinni árum ferils hans að leifar hans finnast meðal sorphauga, sem gera okkur kleift að komast að lifnaðarháttum hans. Þetta á sér fyrst stað á tímabilinu, sem kallað er eldri steinöldin, en þá lærði maðurinn að hvessa tinnu- MAÍ, 1955 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.