Heimilisritið - 01.05.1955, Page 9

Heimilisritið - 01.05.1955, Page 9
Skartið í skítnum SEM EINFALT dæmi má taka aðferðina, sem fornfræðingar nota, þegar þeir grgfa upp rúst- ir borgar, sem löngu hefur lagzt í rústir og sem engar skráðar fásagnir finnast af. ímyndum okkur að nálægt þorpi sé sorp- haugur, sem þorpsbúar hafi fleygt úrgangi í öldum saman. Úrgangurinn inniheldur ekki að- eins matarleifar, heldur einnig brotin húsgögn og tæki, potta og pönnur o. s. frv. ásamt göml- um beinum. Ef þessi sorphaug- ur hefur verið látinn óhreyfður, þá komum við fyrst niður á úr- ganginn frá í gær, þegar við gröfum niður í hann, og síðar frá síðustu viku, mánuði, ári og þannig afturábak í gegnum ald- irnar þar til við loks komumst að þeim tíma er þorpið var stofn- sett neðst á botni haugsins. Ef nú innihald haugsins er tekið varlega upp, eftir því sem lög hans segja til, og innihaldi laganna raðað í þeirri röð, sem þeim var fleygt, þá er hægt að öðlast meira eða minna skýra mynd, ekki aðeins af sögu þorps- ins, heldur einnig af siðum, venjum, starfsemi og listum í- búanna á hinum ýmsu tímum. Á beina- og matarleifum er hægt að sjá hvaða tegundir hús- dýra og hvaða matartegundir íbúarnir höfðu. Hvernig þeir klæddust, hvaða efni þeir not- uðu í áhöld og verkfæri, hvenær ný tæki voru fundin upp og hvenær þau eldri lögðust niður, öllu þessu er hægt að komast að; og ef lögunum er raðað í tíma- röð er hægt að dagsetja þessar breytingar nákvæmlega sam- kvæmt tþæatalinu, sem jarðlaga- röðin skapár. Ef við getum ákveðið árabilið, sem hvert lag var að myndast, þá er ennfremur hægt að breyta þessu tímabili í ártöl, og segja t. d., að krukkuleifar, sem finn- ast í fjórða til sjötta lagi, hafi verið notaðar á tímabilinu frá því fyrir sex hundruð til fjögur hundruð árum. Það er einnig hægt að nota tímaröðina til að dagsetja hluti, sem eiga upptök sín á allt öðrum stöðum, því ef einn hlutur samsvarar öðrum, þá er hægt að segja að þeir séu báð- ir frá sama tíma. Þegar verið er að dagsetja leif- ar frummanna, þá er sama að- ferðin notuð, að því undan- skildu, að það er aðeins á seinni árum ferils hans að leifar hans finnast meðal sorphauga, sem gera okkur kleift að komast að lifnaðarháttum hans. Þetta á sér fyrst stað á tímabilinu, sem kallað er eldri steinöldin, en þá lærði maðurinn að hvessa tinnu- MAÍ, 1955 7

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.