Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 32
Á hælum dauðans
Robert Todd Lincoln var elzti sonur
Maríu og Abrahams Lincolns hins
fræga Bandaríkjaforseta. Það átti fyrir
Robert þessum að liggja að verða sjónar-
vottur að þremur hinum voveiflegustu
atburðum í sögu Bandaríkjanna.
Robert Lincoln var fæddur í Spring-
field í Illinois árið 1843. I bernsku hans
náði faðir hans þjóðfrægð og heims-
frægð, en hafði áður verið lítt þekkt-
ur maður. Árið 1864 útskrifaðist Robert
frá Harvard-háskólanum og innritaðist
sem höfuðsmaður í her Sambandsríkj-
anna undir stjórn Grants herforingja.
Robert Lincoln var viðstaddur, þegar
Lee, hershöfðingi Suðurríkjanna gafst
upp við Appomattox. Eftir það hraðáði
hann sér sem mest hann mátti heim til
Washington. Hann kom þangað að
kvöldi þess 14. apríl 1865 og flýtti sér
til Ford-leikhússins, en þar var forset-
inn, faðir hans, viðstaddur leiltsýningu.
Hann kom til leikhússins einmitt í
þeim svifum, þegar faðir hans var bor-
inn út úr leikhúsinu. Hálf-brjálaður
morðingi, John Wilkes Booth, hafði
skotið hann í hnakkann.
Sextán árum síðar varð Robert Lin-
coln hermálaráðherra í ráðuneyti James
Garficlds forseta. Skömmu eftir valda-
töku sína fór Garfield forseti til Willi-
amstown til þess að vera viðstaddur há-
skólahátíð. Járnbrautarlestin, sem hann
ætlaði með, átti að fara frá gömlu Balti-
more og Ohio-járnbrautarstöðinni í
Washington 2. júlí 1881.
Fáum mínútum áður en lestin átti að
fara af stað, kom Robert Lincoln á
brautarpallinn til þess að kveðja forseta
sinn. Hann kom þangað einmitt í þeim
svifum, þegar forsetinn var borinn út
af stöðinni, helsærður, hafði orðið morð-
ingja að bráð, manni að nafni Charles
J. Guiteau, sem skaut forsetann í bakið.
Robert Lincoln varð síðar sendiherra
Bandaríkjanna í Englandi undir stjórn
Benjamíns Harrison, síðar, er hann dró
sig út úr opinberum störfum varð hann
forstjóri Pullman-félagsins. Árið 1901
bauð William McKinley forseti Lincoln
og fjölskyldu hans að fara á Sam-amer-
ísku sýninguna í Buffalo, New York, í
fylgd með sér. Robert Lincoln þáði boð-
ið og kom til sýningarinnar 6. septem-
ber, — og kom einmitt í þeim svifum,
þegar forsetinn var borinn út. Pólskur
stjórnleysingi, Leon Czolosz, hafði skot-
ið hann aftan frá, meðan forseti tók á
móti gestum í Tónlistarhöllinni.
Þessar dapurlegu endurminningar
gerðu Robert Lincoln niðurdreginn og
þunglyndan. Hann tók upp mjög ein-
manalega lifnaðarhætti. Arið 1929 af-
henti hann þjóðþingsbókasafninu í
Washington skjalasafn föður síns, 10
þús. skjöl samtals. Hann setti það skil-
yrði, að skjölin væru innsigluð unz 21
ár væri liðið frá dauða hans. 26. júlí
1929 andaðist Robert Linc-oln.
Orlög þessa manns, Roberts Lincolns,
eru býsna einkenndeg. Af þrjátíu og
þremur forsetum Bandaríkjanna voru
þrír myrtir. Sá fyrsti var faðir hans.
Robert Lincoln kom að rétt í þeim svif-
um þegar forsetarnir þrír voru bornir
dauðir og dauðvona frá þeim stað, er
þeir voru á, þegar kúla morðingjans
hafði hæft þá. Það varð því hlutverk
Roberts Lincolns að vera þar alltaf á
hælum dauðans. Hs
30
HEIMILISRITIÐ