Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 40
klukkan níu.-Ef ég skyldi deyja
það kvöld og á þeim tíma, vil
ég að fólk fái að vita þetta, því
það tekur af allan vafa um að
hægt er að komast í samband
við andaheiminn.
Mary Harter.
Frú Harter las skjalið, lagði
það í umslag, lokaði því og skrif-
aði utan á það. Svo hringdi hún
á Elísabetu.
— Elísabet, sagði hún þegar
gamla þjónustustúlkan kom inn,
— ef ég skyldi deyja á föstudags-
kvöldið áttu að færa dr. Maynell
þetta bréf. Og svo var það ann-
að líka. Ég hef arfleitt yður að
fimmtíu pundum, en mér finnst
að þér ættuð að fá hundrað. Ef
mér endist ekki aldur til að fara
í bankann sjálf skal ég biðja
Charles að gera það.
Frú Harter stöðvaði tárvot
mótmæli Elísabetar í fæðing-
unni, eins og venjulega.
Daginn eftir bað hún frænda
sinn að sækja þessi fimmtíu
pund í bankann, og spurði hann
svo án nánari skýringa: — Hvað
ætlarðu að gera á föstudags-
kvöldið, Charles?
— Ja, Ewings hefur eiginlega
boðið mér að spila bridge heima
hjá sér, en ef þú vilt heldur að
ég verði heima, þá —.
Alls ekki, sagi frú Harter
ákveðin. — Ég vil einmitt helzt
vera ein heima á föstudagskvöld-
ið.
Á föstudagskvöldið sat frú
Harter að venju í bakháa stóln-
um sínum við eldstæðið. Hún
var viðbúin. Um morguninn
hafði hún afhent Elísabetu
fimmtíu pundin þrátt fyrir tár-
vot mótmæli hennar. Nú velti
hún fyrir sér aflöngu umslaginu,
sem hún hélt á 1 hendinni og
tók upp úr því samanbrotið
skjal.
Það var erfðaskráin, sem Hop-
kinson, lögfræðingur hennar,
hafði sent henni samkvæmt
beiðni hennar. Að undanteknum
nokkrum upphæðum til annarra
ættingja runnu öll auðæfi henn-
ar til hins heittelskaða frænda
hennar, Charles Ridgeway.
Hún leit á klukkuna. Þrjár
mínútur eftir. Nú, hún var við-
búin. Og hún var róleg — mjög
róleg. Þótt hún endurtæki fyrr-
nefnt orð hvað eftir annað með
sjálfri sér, barðist hjarta henn-
ar undarlega óreglulega.
Hálf tíu. Viðtækið var opið.
Hvað myndi hún heyra? Dauð-
lega rödd, sem læsi upp veður-
fregnir — eða hina fjarlægu, yf-
imáttúrlegu rödd manns, sem
hafði dáið fyrir tuttugu og fimm
árum?
En hún heyrði hvorugt. í stað
þess heyrði hún hljóð, sem hún
38
HEIMILISRITIÐ