Heimilisritið - 01.09.1957, Side 9

Heimilisritið - 01.09.1957, Side 9
Fjárglæframaðurlnn dæmalausi Á ÁRUNUM fvrir og eftir fyrri heimsstyrjöldina A'ar ó- venjulega mikil sjálfsmorðsalda í Bretlandi. Þessi sjálfsmorð voru endalokin hjá fólki, sem hafði verið steypt út í ógæfu og örbirgð af samvizkulausum fjárglæframanni, sem sullaði í sig kampavíni og eyddi stórfé af annarra manna peningum, án þess að hirða liið minnsta um fórnarlömb sín. Hann hét Horatio Bottomley. Hann var góðum gáfum gæddur og var ótrúlega mikill mælsku- maður, og það mátti heita, að hann væri álitinn mesta þjóð- hetja Breta. Hann gat stigið upp á ræðupall og haldið svo innblásnar ræður, að allir áheyr- endur hans urðu hugfangnir. I eitt skipti gat hann fengið alla áheyrendur sína til þess að sýna föðurlandsást sína í verki með því að tæma veskin og budd- urnar sínar og láta af hendi alla skartgripi sína, svo að hægt væri að gleðja hermennina, sem börðust fvrir föðurlandið. Að- dáendur hans brugðu skjótt við og lögðu allt sitt af mörkum — Stórsvikarinn Horatio Bottomley (með fípnhattinn) á lcið til sinna siðustu réttarhalda. og enginn þeirra hafði hugmynd um það, að Bottomley stakk meira en helmingnum af söfn- unarfénu í eigin vasa. Það hefði ef til vill aldrei komizt upp um hann, ef prent- ari einn liefði ekki gefið út bók um hann. Heiti bókarinnar var: „Það, sem Bottomley gerði í stríðinu.“ Þegar bókin var opn- uð, kom í ljós, að allar blað- síður í lienni voru auðar! Bottomley þóttist vera vernd- ari hinna smáu — en fylgismenn HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.